Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 94
Mee! mee! Ekki er víst að öllum á Íslandi finnist þetta fagnaðarhljóð. En víst er að í verkefnalöndum Hjálpar- starfsins er jarm geita ekki bara fagnaðarhljóð heldur líka hljóðmerki um betri lífsafkomu, tryggari og fjölbreyttari fæðu. Geit gefur af sér mjólk, tað til áburðar, afkvæmi og skinn sem ýmist má nota heima eða selja fyrir nauðþurftum. Taðið bætir uppskeruna, fæðan verður fjölbreyttari með prótínum geita- afurðanna og heilsan batnar. Afkoman verður öruggari en með uppskerunni einni saman og lífsgæðin meiri. Gefum geit í jólagjöf, hún kostar 3.200 krónur og má kaupa á gjofsemgefur.is eða á skrifstofu Hjálpar- starfsins. Aukin áhrif kvenna á verkefnasvæðum Hjálparstarfsins leyna sér ekki. Konurnar eru farnar að standa fyrir eigin atvinnustarfsemi og ráðstafa sjálfar tekjum af henni. Það er mikil breyting. Námskeið fyrir konur í að greina atvinnutækifæri, um mikilvægi sparnaðar og síðan lán til nýsköpunar hafa leitt til valdeflingar, sterkari sjálfsmyndar og meiri virðingar samfélagsins í garð kvenna. Konur fá fræðslu um réttindi sín í velferðarkerfinu. Unnið er gegn kynbundnu ofbeldi með leiðtogum, stofnunum og lögreglu. Haldnir eru fræðslufundir fyrir konur og karla um lögvarin réttindi þeirra t.d. um skaðlegar hefðir eins og umskurð kvenna. Hann er bannaður með lögum en tíðkast þó enn víða. Viðhorfsbreyting hefur orðið með góðu samstarfi við þorps- og trúarleiðtoga. Fjölgun stúlkna í skóla er bein afleiðing af því að vatnsþrær, vatnstankar og brunnar hafa gjörbreytt aðstæðum stúlkna sem bera þær skyldur að sækja vatn. Tíminn sem í það fer hefur minnkað svo mikið að þær geta lokið þessum skyldustörfum áður en skólinn hefst. Aukin menntun er síðan stórt skref í allri framþróun og vitund um réttindi. Þannig verða verkefni Hjálpar- starfsins til þess að konur verða virkir þjóðfélags- þegnar, sér og samfélaginu til gagns. Eþíópía - Konur þjálfaðar í að greina atvinnutækifæri, fá lán og aðstoð til að byrja og öðlast efnahagslegt sjálfstæði - Unnið gegn skaðlegum hefðum varðandi konur og börn og um leið fyrir mannréttindum - Náið samstarf, námskeið og þjálfun fyrir opinbera starfsmenn til að þekkja betur afleiðingar fátæktar og veita betri þjónustu - Vatnsþró í næsta nágrenni tryggir að fleiri stúlkur komast í skóla þar sem minni tími fer í að sækja vatn Malaví - Þorpsleiðtogar þjálfaðir til að taka á ofbeldismálum og veita þolendum stuðning - Nefnd um heimilisofbeldi fræðir þorpsbúa í gegnum leikrit, m.a. um tilkynningaskyldu - Skapaður vettvangur fyrir alnæmisjúka til að koma fram með sögu sína og draga úr fordómum - Fólk á jaðrinum stutt til að koma skoðunum sínum að í þorpinu - Bæði kynin taka jafnan þátt í verkefnum, öðlast sömu eignartilfinningu og njóta afraksturs - Þar sem lítill tími fer í að sækja vatn eftir að brunnur kom komast fleiri stúlkur í skóla Indland - Fólkið eflt til að berjast sjálft fyrir vatnsréttindum, landi til að búa á, útgáfu nauðsynlegra skilríkja - Námskeið fyrir konur um réttindi í velferðarkerfinu - Mikil fræðsla og áróður gegn barnabrúðkaupum Mynd: Frá Malaví. Paul Jeffrey/ACT Alliance. Jarmandi gjöf Valdefling kvenna 1O – Margt smátt ... Gjafabréf fyrir fjölskyldu í Afríku. Fyrir andvirði þessa gjafabréfs verður fátækri fjölskyldu í Úganda eða Malaví gefin geit. Fjölskyldurnar, þ.á m. mun- aðarlaus börn sem búa ein, taka þátt í þróunarverkefni með Hjálparstarfi kirkjunnar. Fyrst er vatns aflað og það vo nýts t til að veita á akra, til að gera fiskiræktartjarnir eða til að halda skepnur. Geit gefur af sér mjólk, tað til áburðar, afkvæmi og ski nn sem ýmist má nota heima eða selja fyrir nauðþurftum. Taðið bætir uppskeruna, fæðan verður fjöl- breyttari með ótí pr num geitaafurðanna og heilsan batnar. Afkoman verður öruggari en me ð uppskerunni einni saman og lífsg æðin meiri. Geit Starfsmenntun fyrir stúlkur eykur möguleika á sjálfstæðum atvinnurekstri. Sérstök áhersla er á að hafa konur með í ráðum og hlusta á hugmyndir og ráðleggingar þeirra. Þar sem konur sækja yfirleitt eldivið minnkar álag á þær við notkun sparhlóða sem þurfa allt að 50% minni eldivið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.