Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 64
KYNNING − AUGLÝSINGFjölskylduskemmtun LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512-5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Við stílum inn á innri frið og fegurð fyrir augað og sálina,“ segir Unnur Sigþórsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins. Þar bjóðast skemmtilegar stundir fyrir alla fjölskylduna á aðventunni. „Í desember breytist Laugar- dalurinn í Jóladal og afar róman- tískt að ganga um hann ljósum prýddan. Allt er skreytt og hátíð- legt um að litast; jólaskreytt hús leynast í gróðrinum og tilkomu- mikill ljósafoss liggur yfir steinum í selalauginni.“ Að sögn Unnar eru menn og dýr í Jóladalnum komin í sitt besta jólaskap. „Kýrin Sæbjörg er nýborin og kvígan hennar Sædís braggast vel. Þá á kýrin Brák von á sér á næstu dögum og margs að vænta þegar kíkt er á dýrin. Í námunda við garðinn er svo mýmargt skemmtilegt að gera; skauta í kringum jólatré í Skautahöllinni, heimsækja Ásmundarsafn, ganga um Grasagarðinn, fá sér heitt kakó og ristaðar möndlur á Café Flóru og jafnvel enda á sundsprett í Laugardalslaug.” Óargadýr fyrir hugrakka Á aðventunni hefur jóla kötturinn komið sér vel fyrir í Húsdýra- garðinum. „Ef vel er að gáð má sjá spor jóla- kattarins í garðinum og stundum glittir í glyrnur hans í glugga. Óargadýrið bregður sér oft af bæ, fer í göngutúr um dalinn og kemur þá víða við og veldur usla,“ upp- lýsir Unnur um ógnvekjandi og gráðugt gæludýr Grýlu sem heldur til í Hafrafelli við refagirðinguna. „Þeir sem þora eru hvattir til að heimsækja köttinn og í sama húsi er að finna safn uppstoppaðra fugla, lifandi skriðdýr og frosk- dýr.“ Sannkölluð jólastemning Þegar Jóladalurinn hefur fest sig í sessi segir Unnur að til standi að bæta við hann ár frá ári. Gestir eigi því von á góðu á aðventum framtíðar. „Í Jóladalnum sameinast allir um að búa til afslapp- aða og jólalega stemningu svo hingað sé afstressandi og notalegt að koma. Hestarnir eru jólaskreyttir, hring ekjan fer í jólabúning og jóla lestin brunar um garðinn þegar veður og færð leyfa,“ segir Unnur. Lest og hringekja verða opin um helgar frá klukkan 13 til 16. Um helgar verður líka boðið upp á hestateymingu frá 14 til 14.45. Sögustund með Grýludóttur Á aðventu mun Sóla, dóttir Grýlu, mæta með Sögubílnum Æringja og segja sögur af jólakettinum. „Í desember fá dýrin líka sinn jóla- mat; tuggur, síld og allt sem við á á dagskrártíma. Nákvæmar tíma- setningar fyrir jólamat dýranna og komu Sólu má finna á www. mu.is,“ segir Unnur. Í desember verður einnig boðið upp á súpu og brauð fyrir 500 krónur í notalegri stemningu í Kaffihúsinu. Rúningur og jólatónlist Á morgun, fyrsta sunnudag í að- ventu, fær sauðfé í Húsdýra- garðinum sína árlegu jólaklipp- ingu í fjárhúsinu. „Þá rýr Guð- mundur Hallgrímsson tíu ær og einn hrút um leið og handverks- fólk frá Ullarselinu á Hvanneyri vinnur úr ullinni jafnóðum,“ út- skýrir Unnur. Byrjað verður að rýja klukkan eitt og rúningi lýkur um fjögur. „Klukkan tvö fer klarinettu- hópur úr Skólahljómsveit Austur bæjar í ferð um Jóla- dalinn. Tónlistin byrjar að óma í Ásmundarsafni, kemur þaðan í Húsdýragarðinn og endar í Kaffi Flóru um fjögurleytið. Því verður sannkölluð jólagleði í Jóladalnum um helgina.“ Jólaklipping í fjárhúsinu Allir krakkar elska tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Nú þegar aðventa gengur í garð breytist Laugardalurinn í Jóladal og allt verður með hátíðlegum blæ. Á morgun fær sauðfé garðsins jólaklippinguna undir klarínettuleik Skólahljómsveitar Austurbæjar. JÓLIN KOMA BRÁÐUM Nú þegar jólamánuðurinn er formlega genginn í garð er tilvalið fyrir fjölskylduna að setjast niður og skipuleggja næstu vikur. Desembermán- uður er annasamur mánuður hjá flestum og hætt við að tíminn líði hratt. Því er upplagt að setjast niður með dagatal, skipuleggja næstu vikur og merkja inn á dagatalið. Hve- nær á að baka jólasmákökur og á að bjóða litlum gestum að taka þátt? Það er bráðnauðsynlegt að hafa eitt til tvö skipulögð sjónvarpskvöld, eitt stílað inn á börnin og annað fyrir eldra fólkið þar sem horft er á mis- klassískar jólakvikmyndir með poppkorni, malti og appelsíni. Ef fjölskyldan ætlar að senda út jólakort er gott að vera tímanlega á ferð- inni. Velja þarf réttu kortin, mynd sem fylgir með og skrifa þarf á kortin. Það er líka upplagt að föndra jólakortin og fá börn í lið með sér. Allir ættu að kíkja á einn jólamarkað í desember en nokkrir slíkir eru í boði víða um land. Þar er hægt að kaupa jólaskraut, heitt súkku laði og piparkökur og drekka í sig stemninguna. Desembermánuður er einnig tilvalinn til að útbúa heimatilbúin matvæli sem ýmist má nota með jólamatnum eða einfaldlega gefa í jólagjöf. Uppskriftir má meðal annars finna í Jólablaði Fréttablaðsins eða á fjölmörgum íslenskum matar- bloggum. Ef snjór hefur fallið verður auðvitað að taka nokkrar sleðaferðir í næstu brekku. Ef skíðasvæði er í nágrenninu er desembermánuður tilvalinn til skíða- og snjóbrettaiðkunar. Svo má auðvitað ekki gleyma að heimsækja vini og ættingja, þá sérstaklega afa og ömmu sem komast kannski sjaldan úr húsi. Að lokum má ekki gleyma því að slappa líka af og rölta saman í góða veðrinu og njóta veður- blíðunnar og jólaljósanna. Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna. Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara. Samkeppnin er öllum opin. Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Sögur skal senda á netfangið jolasaga@frettabladid.is. Skilafrestur er til 5. desember. Fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjaldtölvur af gerðinni United. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Jólasagan þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.