Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 98
LAUGARDAGUR 1. desember 2012 70 ➜ Pantleikur Þátttakendur létu hver sinn hlut í ílát eða húfu, sá sem safnaði hlutunum tók svo einn hlut í einu án þess að aðrir vissu hver átti þann hlut og spurði svo, hvað á sá að gera sem á þennan hlut. Svaraði þá einhver hinna til dæmis þannig: þvo honum Sigga um fæturna, eða að kyssa hana Gunnu o.s.frv. Oft varð úr þessu hið mesta gaman. ➜ Að rífa ræfil upp úr svelli fór þannig fram að hendur voru bundnar fyrir aftan bak og vettlingi eða húfu var kastað á jörðina. Síðan átti sá bundni að ná þessu upp með munninum og rétta sig upp með það. ➜ Sækja smjör í strokk. Tveir menn stóðu hvor gegnt öðrum og tók hvor í axlir annars en sá er smjörið ætlaði að sækja steypti sér yfir hendur þeirra á höfuðið ofan í strokkinn, greip í munninn einhvern smáhlut sem látinn hafði verið á gólfið og svo átti hann að fara sömu leið til baka. Gæti hann það ekki hafnaði hann í strokknum. ➜ Skollablinda. Bundið var með klút fyrir augun á einum og átti hann síðan að ná öllum hinum og segja við hvern og einn sem hann náði „klukk, klukk, sittu kyrr í holunni þinni, þangað til á morgun“. Skiptust menn svo á um að vera skolli. Mikill gauragangur fylgdi þessum leik og stundum óþægilegir árekstrar. ➜ Jólaleikur fór þannig fram að skipt var í jafna flokka, karlar sér og konur sér. Svo fór annar flokkurinn út úr herberginu, t.d. karlar, þá var konunum gefinn einn karlmannanna hverri. Síðan var einn látinn koma inn í einu og átti hann þá að hneigja sig fyrir þeirri stúlku sem hann hélt að honum hefði verið gefin. Ef hann hitti á þá réttu þá var hann kyrr inni annars var hann klappaður út. Þannig gekk þetta uns allir höfðu hitt á þá réttu. Þá var skipt um og stúlkur fóru út. Filippa Guðmundsdóttir þjóðfræðinemi hefðu alla sína fræðslu frá for- eldrum og hefðu aldrei sótt form- lega kennslu í skóla. Húslestur var fastur liður á mörgum heim- ilum og voru þá lesnar upp skáld- sögur, fornsögur, lesin blöð og sagðar þjóðsögur, en kvöldvökur voru víða einu tækifæri fólks til að komast í snertingu við bók- menntir. Einnig voru oft kveðnar rímur eða kveðist á. Á kvöldvök- unum lifði menningararfurinn þegar þjóðsögurnar sem gengu frá manni til manns voru fluttar og lærðar af næstu kynslóð. Góðir sögumenn færðu sögurnar í lifandi búning og kenndu ekki bara texta sagnanna heldur einn- ig frásagnartæknina. Sú menn- ing sem baðstofan geymdi og lifnaði við í vetrarmyrkrinu varð- veitti ekki aðeins munnlegan arf fortíðar, hún fóstraði einnig þá sköpunargáfu sem braust síðar út í bókmenntaverkum og er enn eitt af höfuðeinkennum þjóðarinnar. Endalok kvöldvökunnar Eftir því sem þéttbýlið óx á kostnað sveitanna, fólki fækkaði á bæjum og vinnuálag minnk- aði hætti að vera þörf fyrir kvöldvökur. Þær lögðust smám saman af með baðstofulífinu og gamla sveitasamfélaginu. Fram- farir og aukin velmegun minnk- uðu þörfina fyrir kvöldvinnu, og útvarp og síðar sjónvarp tóku við sem skemmtiefni. Stærri og betri húsakynni urðu til þess að fólk fjarlægðist hvert annað inni á heimilunum og smám saman hvarf sú kynslóð sem ólst upp í baðstofum. Þó gamla kvöld vakan hafi lagst af vegna framfara og fæstir vildu vera án þeirra nútímaþæginda sem hafa komið í staðinn þá er ljóst að vökurnar voru gæðastundir þar sem fólk kom saman, lærði, lék og skemmti hvert öðru um leið og það hjálpaðist að við heimilisverkin. Þegar minnst er á kvöld-vökur nú til dags þá dettur flestum í hug skipulögð kvöld skemmt-un barna eða ung-linga, gjarnan í grunn- skólum eða sumarbúðum, þar sem skemmtiatriði eru flutt, drauga- sögur sagðar og farið í leiki. Nútímakvöldvakan felst yfirleitt í því að snæða snakk, svolgra í sig svaladrykkjum og skemmta sér fram yfir háttatíma ásamt öðrum börnum undir leiðsögn og vökulum augum kennara eða gæslumanna. Nákvæm dagskrá er samin, öll atriði æfð og að lokum er tímasetn- ing valin gaumgæfilega og kynnt með löngum fyrir vara svo kvöld- vakan stangist ekki á við aðrar skemmtanir eða vinsælasta sjón- varpsefnið. Óhætt er að segja að hug takið kvöldvaka hafi breytt allverulega um svip á innan við einum manns- aldri, en kvöldvökur allólíkar áður- nefndum skemmtunum voru fastur liður á flestum heimilum áður fyrr og héldust sums staðar fram á síð- ustu öld. Kvöldvökur voru vissu- lega ekki leiðindatími, en þær voru fyrst og fremst vinnutími. Fyrir tíma raflýsingar kallaðist það kvöldvaka þegar fólk kom saman og vakti við kertaljós eða olíu- lampa í myrkrinu og sinnti mikil- vægum heimilisstörfum, á þeim árstíma þegar dagsljósið nægði ekki til að komast yfir öll verk. Hófust þegar dagin tók að stytta Í meira en hálfa öld hefur þjóð- háttadeild Þjóðminjasafns Íslands sent út spurningalista um ýmis málefni og árið 1962 var óskað eftir upplýsingum um kvöldvök- ur og hvernig þær fóru fram. Í svörunum kennir ýmissa grasa og má þar finna nokkuð ítar legar lýsingar á heimilishefð sem var afar útbreidd á sveitabæjum og hafði tíðkast um aldir áður en hún lagðist af í byrjun 20. aldar. Í frásögnum svarenda sem oft- ast minnast kvöldvakanna frá því þeir voru börn að aldri, má skyggnast inn í heim sem er bæði forn og frumstæður, en jafnframt svo nálægt í tíma að sé litið aftur má næstum teygja sig í hann og snerta. Hefðbundnar kvöldvökur hófust yfirleitt að haustinu þegar daginn tók að stytta þannig að kveikja þurfti vinnuljós á kvöldin og var þá gjarnan talað um að setjast að eða að kveikja. Eftir að sláturtíð lauk á haustin tók ullarvinnan við og sat þá fólk inni og kembdi ull, spann, óf vaðmál og prjónaði föt, en verk- efnin voru bæði mörg og tíma- frek. Vökunum lauk svo á vorin þegar daginn tók aftur að lengja. Þær vinnustundir sem bættust við sólarhringinn með kvöldvökunum voru dýrmætar á sveitaheimilun- um, en þær voru ekki síður mikil- vægar samverustundir heimilis- fólksins þar sem allir komu saman í baðstofunni, hjálpuðust að við ýmis störf og skemmtu sér við lest- ur og leiki. Hinar árstíðabundnu vökur í vetrar myrkrinu höfðu því einnig það hlutverk að létta fólki lundina yfir dimmustu mánuðina. Vinna og skemmtun í rökkrinu Á kvöldvökunum höfðu allir sín verk að vinna og börn höfðu ekki síður hlutverki að gegna en þeir fullorðnu. Í harðri lífsbar- áttu skipti máli að börnum væri snemma kennt að vinna og börn niður í fimm til sex ára aldur voru vanin við vinnu, yfirleitt létta ullarvinnu og prjónaskap til að byrja með. Smátt og smátt breyttust verkin og jukust með aldri barnanna og fólst í þeim sú þjálfun og lærdómur sem nauð- synlegur var til að þau gætu tekið við búrekstrinum einhvern dag- inn. Enginn vinnukraftur mátti vera ónotaður, fjölbreytt verkleg kunnátta var álitin lífsskilyrði og börnum því fyrir bestu að venjast sem fyrst að taka þátt í flestum eða öllum störfum sem unnin voru á heimilinu eftir því sem kraftar þeirra leyfðu. Árangur- inn var sá að um fermingu voru flest börn fær til allrar vinnu sem á heimilinu var unnin. Þrátt fyrir að nokkur kynjaskipting væri á störfum þá lærðu stúlkur yfir- leitt líka karlastörf og drengir kvennastörf og voru prjónaskap- ur og vefnaður til dæmis ekki síður karlmannsverk. Enda hefði varla gengið að reka heimili þar sem hætta var á að fólki félli ein- falt verk úr hendi vegna kunn- áttuleysis. Auk þjálfunar í bústörfum var börnum einnig kennt að lesa og skrifa heima við og á vetrum fór sú fræðsla fram á kvöld vökunum. Yfirleitt hófst kennslan um 5-7 ára aldur og voru allt fram á síð- ustu öld til dæmi þess að börn Leikur og vinna við olíulampa Þegar rökkva tekur og margar fjölskyldur eiga samverustundir fyrir framan sjónvarpið, er ekki úr vegi að rifja upp hvernig fólk nýtti vetrar- kvöldin áður fyrr. Allt fram á síðustu öld lifðu aldagamlir heimilishættir frá því fyrir tíma raf- magnslýsingar og fjöldaframleiddrar afþreyingar. KVÖLDVAKA Á SVEITAHEIMILI Húsbóndinn skemmtir fólki með lestri meðan vetrarverkin eru unnin. Heimilisfólk á Víðum í Reykjadal. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR KVÖLDVAKA Í KERLINGARFJÖLLUM Skemmtun með söng og dansi þar sem lífs- baráttan er víðs fjarri. Þrátt fyrir kynja- skiptingu á störfum þá lærðu stúlkur yfirleitt líka karla störf og drengir kvennastörf. Þrátt fyrir að vinna og nám hafi skipað stærstan sess í kvöldverkum barna þá var kvöldvakan ekki síður tími fyrir leiki og lýsir fjölbreytni leikjanna hug- vitssemi barnanna við að nýta umhverfið og ekki síst rökkrið til skemmtunar. Í spurningaskrám Þjóðmiðja- safnsins er skemmtilegt að sjá hversu margir þeirra leikja sem börn í dag þekkja voru almennir meðal barna fæddra á 19. öld, en margir fleiri hafa fallið í gleymsku og eflaust væri gaman að rifja þá upp á kvöldvökum nútímans. Hér fylgja dæmi: HUGVITSSEMI BARNA VIÐ AÐ NÝTA UMHVERFIÐ KEMUR GLÖGGT Í LJÓS Í FJÖLBREYTILEIKA KVÖLDVÖKULEIKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.