Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 78
| ATVINNA |
Deildarstjóri - starf deildarstjóra
til afleysinga á heimili fyrir
fatlað fólk í Hafnarfirði
Vegna fæðingarorlofs leitum af starfsmanni, með menntun á
sviði félagsvísinda til afleysinga, fyrir deildarstjóra í 90-100%
starf. Viðkomandi verður að geta hafið störf um miðjan
janúar og starfað fram að næstu áramótum.
Hlutverk deildarstjóra:
Deildarstjóri starfar samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra á
heimili fyrir fatlað fólk sem felur m.a. í sér:
• Skipulagningu, samhæfingu, áætlanagerð, skýrslugerð,
upplýsingamiðlun, ráðgjöf og fræðslu í samvinnu og
samráði við forstöðumann.
• Persónulegan stuðning við íbúa heimilisins.
• Samskipti og samstarf við tengdar stofnanir
og aðstandendur.
Hæfniskröfur:
• Áhugi og þekking á málefnum fatlaðs fólks.
• Þjónustulund og jákvætt viðmót.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Framtakssemi og samviskusemi .
• Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.
Í boði er:
• Spennandi og lærdómsríkt starf.
• Fjölbreytt verkefni.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 12. desember 2012 og skal
umsóknum skilað á netfangið johannah@hafnarfjordur.is
ásamt ferliskrá.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Hauksdóttir
forstöðuþroskaþjálfi í síma 555-6554.
Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði
Staða Sérfræðings
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í geðlækningum á
geðdeild Sjúkrahúsins á Akureyri.
Staðan er laus frá 1. janúar 2013.
Helsti starfsvettvangur geðlæknisins verður greining og meðferð
sjúklinga, bæði á göngu- og legudeild geðdeildar, ennfremur
á bráðamóttöku sjúkrahússins. Stöðunni fylgir vaktskylda á
geðdeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og
deildarlækna auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Starfsskylda er við
heilbrigðisstofnanir á Norður- og Austurlandi.
Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Auk
fræðilegrar þekkingar og reynslu er lögð áhersla á hæfileika á
sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Reynsla af
stjórnun æskileg.
Staða deildarlæknis
Laus er til umsóknar staða deildarlæknis á geðdeild
Sjúkrahúsins á Akureyri. Staðan er veitt til 6 mánaða frá
1. janúar 2013, með möguleika á framlengingu. Ráðning til skem-
mri tíma kemur til greina. Stöðunni fylgir vaktskylda á geðdeild.
Um er að ræða námsstöðu og fær deildarlæknirinn í starfi sínu
leiðsögn og kennslu hjá geðlæknum. Ennfremur ber deildar-
lækninum að taka þátt í mánaðarlegum fræðsludögum fyrir
deildarlækna á geðsviði Landspítalans. Kostur verður á að sækja
aðra fræðslufundi og námskeið á starfstímanum.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjó-
nustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgre-
inameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins,
er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn
í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Það leggur áherslu
á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Geðdeild
Sjúkrahússins á Akureyri er eina almenna geðdeildin á lands-
byggðinni og þjónar aðallega íbúum Norður- og Austurlands 18
ára og eldri. Þar er veitt margvísleg meðferð við öllum bráðum
og langvinnum geðröskunum, í góðri samvinnu við heilsugæslu,
sjúkrahúsdeildir, félagsþjónustu sveitarfélaga og aðra hjálparaðila
á svæðinu.
Næsti yfirmaður er Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geð-
deildar. Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og
Læknafélags Íslands.
Nánari upplýsingar um störfin og önnur starfskjör veita
Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar í síma 463 0100
og í tölvupósti sigmundur@fsa.is, Guðrún Geirsdóttir yfirlæknir
legudeildar geðdeildar í síma 4630100 og í tölvupósti
gg0812@fsa.is, Árni Jóhannesson yfirlæknir göngudeildar í síma
4630100 og í tölvupósti arnijo@fsa.is og Gróa B. Jóhannesdóttir
framkvæmdastjóri lyflækningasviðs í síma 463 0100 eða
tölvupósti groaj@fsa.is.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til og með 20. desember 2012.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal
skilað, á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Embætti
Landlæknis, til starfsmannaþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri,
Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri eða á netfang starf@fsa.is . Um-
sóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um náms og starfsferil
ásamt með upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk
kennslustarfa.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.
Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins.
Sjúkrahúsið á Akureyri er reyklaus vinnustaður.
Sjúkrahúsið á Akureyri auglýsir stöður lækna við geðdeild
Leitum að þjálfara til starfa í tækjasal.
Um er að ræða 100% starf.
Hæfniskröfur: Menntun og reynsla á sviði
íþrótta/heilsuræktar. Framúrskarandi hæfni í
mannlegum samskiptum.
Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá og
mynd á netfangið hreyfing@hreyfing.is
fyrir 15.des.
ERT ÞÚ ÞJÁLFARINN?
Nánari upplýsingar veitir Gestur Jóhannes Árskóg í síma 590 2080
Umsóknum skal skila á tölvutæku formi á póstfangið gestur@benni.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. desember n.k.
Sölumaður á
hjólbarðaverkstæði
Bílabúð Benna óskar eftir að ráða reyndan sölumann
á hjólbarðaverkstæði fyrirtækisins að Tangarhöfða,
Reykjavík. Við leitum eftir dugmiklum og heiðarlegum
starfskrafti sem býr yfir hæfni í samskiptum. Viðkomandi
þarf að búa yfir frumkvæði og beita sjálfstæðum og
öguðum vinnubrögðum. Reynsla af sölu hjólbarða er skilyrði.
1. desember 2012 LAUGARDAGUR10