Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 68
FÓLK|HELGIN
Í dag verður fjölskylduskemmt-
unin Jólaævintýri frumsýnd
í Austurbæ. Á sýningunni
koma fram ýmsir listamenn
og má þar nefna Sverri Þór
Sverrisson, Lalla töframann,
Sigríði Eyrúnu, Bjarna Snæ-
björnsson og fleiri. Sýningin
byggist upp á stuttum leiknum
söng- og dansatriðum, auk
þess sem jólasveinninn mætir
í heimsókn. Eftir hlé mun svo
jóla sagan af Skröggi eftir
Charles Dickens vera leikin
af leik hópnum. Á sýningunni
verða flutt þekkt jólalög, bæði
erlend og íslensk. Sýningin
verður sýnd næstu laugar-
daga og sunnudaga klukkan
14 í Austur bæ og hægt er að
nálgast miða á
Midi.is.
■ MIKIÐ UM AÐ VERA
Á aðventunni er mikið um að vera í bókasöfnum borgarinnar. Í bóka-
safninu í Gerðubergi eru laugardagar barnadagar og þar er boðið upp
á ýmsa viðburði. Búningadagar eru þegar engir aðrir viðburðir eru í
boði. Þá er hægt að klæða sig í skemmtilega búninga, setja á svið lítil
leikrit eða bara leika sér.
Í dag klukkan tvö verður boðið upp á jólaföndur í Gerðubergssafni.
Jólaföndur verður einnig í boði í aðalsafni, Tryggvagötu 15, á morgun
klukkan þrjú, sem og sunnudagana 9. og 16. desember.
Jólaföndrið verður undir leiðsögn Kristínar Arngrímsdóttur, lista-
manns, rithöfundar og starfsmanns Borgarbókasafns. Föndurefnið er
ókeypis og allir eru velkomnir.
JÓLAFÖNDUR Á BÓKASAFNI
Skemmtileg dagskrá fyrir fjölskylduna
JÓLA-
ÆVINTÝRI
Í AUSTURBÆ
■ JÓLABÆKUR KYNNTAR
Menningin verður í hávegum
höfð á Austurlandi um helgina
þegar árviss rithöfundalest
fer þar um. Höfundarnir lesa
upp úr nýútkomnum bókum
sínum. Í dag kl. 14.00 verða
höfundarnir á Skriðuklaustri
í Fljótsdal og í kvöld í Skaft-
felli á Seyðisfirði kl. 20.30.
Á morgun verða þeir síðan í
Safnahúsinu á Norðfirði kl.
14.00.
Þeir sem kynna bækur sínar
þessa helgi eru Kristín Steins-
dóttir, sem segir frá Bjarna-
Dísu, Kristín Ómarsdóttir, sem
les úr Millu, Eiríkur Örn Norð-
dahl, sem kynnir Illsku, og
Einar Már Guðmundsson sem
segir frá Íslenskum kóngum.
Með í för verður einnig Stein-
unn Kristjánsdóttir sem fræðir
gesti um Söguna af klaustrinu
á Skriðu sem kemur út hjá
Sögufélagi. Jafnframt verður
kynnt bókin Sonur þinn er á lífi
sem er í Útkallsbókaröð Ótt-
ars Sveinssonar.
Að þessum menningar-
viðburði standa Menningar-
málanefnd Vopnafjarðar,
Gunnars stofnun, Skaftfell
menningarmiðstöð og Ung-
mennafélagið Egill rauði.
HÖFUNDAR Á
AUSTURLANDI
Starfsmenn Atlas göngugreiningar verða
á staðnum með skógreiningu og geta
þannig valið skó sem henta þínu
fótlagi og niðurstigi.
RISA
ÍÞRÓTTAMARKAÐUR
Laugardag og Sunnudag frá 10.00 – 18.00 verður
stóri íþrótta- og útivistarmarkaðurinn haldinn á ný
í Laugardalshöll. Markaðurinn verður í gangi þessa
einu helgi og eftir miklu að slægjast.
Fullt af merkjavöru á frábæru verði s.s. skór og
fatnaður frá Asics, Ecco, Hummel, Reebok, Cassall,
Under Armour, Brooks, North Rock o.fl.
Komdu og gerðu frábær kaup á
alla fjölskylduna.