Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 61

Fréttablaðið - 15.12.2012, Side 61
UMBÚÐIR LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Kynningarblað Pappírsumbúðir Plastumbúðir Sérmerktar umbúðir Hönnun og ráðgjöf Oddi og Plastprent munu sameinast undir merki Odda um áramótin. Þar með verður til öflugt íslenskt fyrir- tæki á umbúðamarkaði sem býður mjög breiða vörulínu,“ segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmda- stjóri Odda. Með sameiningunni verður Oddi yfir 300 manna vinnu staður. Jón segir Plastprent öflugt fyrir- tæki með langa sögu að baki og miklir möguleikar fylgi samein- ingu þessara tveggja fyrir tækja. „Plast- og pappaum búðir eru gjarnan notaðar saman og við- skiptavinir fyrirtækjanna hafa svipaðar þarfir. Það er ekki nóg að umbúðirnar sem slíkar séu í lagi heldur þarf að afhenda þær á réttum stað og á réttum tíma. Það verður einnig að vera hægt að bregðast hratt við ef óvænt eftirspurn skýtur upp kollinum. Við teljum okkur geta betur upp- fyllt þessar þarfir í sameinuðu fyrirtæki þar sem í boði eru allar plastumbúðir og pappaumbúðir á einum stað.“ Verkefni af öllum stærðum og gerðum Oddi þjónustar viðskiptavini með allar tegundir umbúða, allt frá einstaklingum með nokkur stykki til stórra útflutningsfyrir- tækja sem kaupa hundrað þús- und stykki í einu. Jón kallar það „íslenska módelið“. „Við erum íslenska útgáfan af fyrirtæki sem þarf að geta gert allt fyrir alla og afgreitt pantan- ir af öllum stærðum og gerðum. Fyrir tækið hefur byggst upp á þessum íslenska markaði og allt okkar starf gengur út á að uppfylla ó líkar þarfir. Þetta hefur gert það að verkum að það er eftirsóknar- vert fyrir erlend fyrirtæki að skipta við okkur en við flytjum töluvert af umbúðum út. Það eru ekki mörg fyrirtæki sem gera allt á einum stað.“ Sérhönnun umbúða Oddi kemur að sérhönnun um- búða af öllu tagi. Jón segir betra að fyrirtækið komi fyrr en seinna að hönnunarferlinu og aðstoði fólk við að finna hagkvæmustu lausnina. „Hingað kemur fólk með alls konar hugmyndir um um búðir, jafnvel fyrir vöru sem ekki er enn orðin til. Baráttan um hillu plássið í verslunum er hörð og fyrirtæki eru að átta sig á því hvað um búðir skipta miklu máli í sölu vörunnar. Við höfum dæmi um það að sölu- tölur hafi allt að því tífaldast á vöru við það eitt að skipta um um búðir. Við aðstoðum alla við útfærslu umbúðanna svo að þær þjóni þörfum viðskiptavinarins sem best en séu jafnframt hag- kvæmar í framleiðslu. Hjá okkur starfa reyndir umbúða hönnuðir en við erum einnig í góðu sam- starfi við fjölda annarra hönnuða. Við höfum til dæmis staðið fyrir árlegri umbúðahönnunarsam- keppni þar sem margar skemmti- legar hugmyndir hafa komið fram“. Eitt þeirra verkefna sem vann til verðlauna í ár er nú hluti af fram- leiðslu Odda. „Myndabækur sem við prentum mikið af fyrir jólin eru afhentar í þeim umbúðum.“ Allar umbúðir á einum stað Oddi er stærsti umbúðaframleiðandi á Íslandi en fyrirtækið sameinaðist Kassagerðinni árið 2008. Nú stendur Oddi enn á tímamótum en fram undan er frekari sameining á markaði umbúðaframleiðenda þegar Oddi og Plastprent sameinast. Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda, segir dæmi um að sala vöru hafi margfaldast við það að skipta um umbúðir. MYND/PJETUR 100.000 pakkningar sem auka verðmæti sjávarafurða. Erlendur Arnaldsson Framleiðslustjóri Jónína Hrólfsdóttir Framleiðslustjóri 40.000 öskjur utan um vermætar afurðir fyrir markaði erlendis. Sigurður Kristjánsson Verksmiðjustjóri 19.725 pakkar fyrir bragðgóða upplyftingu. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is ODDI SAMEINAST PLASTPRENTI Oddi og Plastprent munu sameinast undir merki Odda um áramótin. Þar með verður til öflugt íslenskt fyrirtæki á umbúðamarkaði sem býður mjög breiða vörulínu. Í sameinuðu fyrirtæki verða allar plastum- búðir og pappaumbúðir í boði á einum stað. HÖNNUNARSAMKEPPNI Árlega stendur Oddi fyrir umbúðahönnunarsamkeppni. Eitt þeirra verkefna sem vann til verðlauna í ár er nú hluti af framleiðslu Odda. Myndabækur sem Oddi prentar mikið af fyrir jólin eru afhentar í þeim umbúðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.