Fréttablaðið - 15.12.2012, Síða 102

Fréttablaðið - 15.12.2012, Síða 102
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 62 MYND ÁRSINS Þegar við heimsækjum framandi staði tökum við stundum mynd af okkur sjálfum með merkisbyggingu eða fallegt landslag í bakgrunni. Í lok október gerði túristinn Curiosity slíkt hið sama á Mars! Curiosity er jarðfræðingur á hjólum, útbúinn fyrsta flokks vísindatækjum. Þann 31. október breiddi Curiosity út arminn og tók mynd af sjálfum sér eins og montinn túristi með fyrirheitna landið í bakg- runni. Aldrei áður hefur sendifulltrúi jarðarbúa tekið mynd af sjálfum sér á öðrum hnetti! Þessa frábæru sjálfsmynd túris- tans Curiosity á Mars völdu stjörnufræðivefsmenn ljósmynd ársins 2012. MYND/NASA/JPL-CALTECH/MALIN SPACE SCIENCE SYSTEMS. HJÁLMUR ÞÓRS Þórshjálmurinn er stjörnumyndunarsvæði í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Stórahundi. Hjálmurinn er gaskúla, meira en 30 ljósár í þvermál, mynduð fyrir tilverknað vinds frá bjartri og massamikilli stjörnu nálægt miðju hennar sem blæs gasinu og rykinu burt. Þessi litríka mynd var tekin með Very Large Telescope ESO þann 5. október síðastliðinn í tilefni af 50 ára afmæli Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. MYND/ESO/B. BAILLEU. HRINGADRÓTTINN OG TÍTAN Næststærsta tungl sólkerfisins, Títan, svífur fyrir framan næststærstu reikistjörnu sólkerfisins, Satúrnus. Litirnir eru náttúrulegir: Svona sæi geimfari þessa fegurð með eigin augum. Myndina tók Cassini, geimfar NASA, úr um það bil 778.000 kílómetra fjarlægð frá Títan eða sem samsvarar rúmlega tvöfaldri fjarlægðinni milli jarðar og tunglsins. Satúrnus er um tvo milljón kílómetra í burtu. Títan er eitt af undrum sólkerfisins. Þetta stærsta tungl Satúr- nusar er stærra en reikistjarnan Merkúríus og býr yfir mörgum leyndardómum. Þótt þar ríki fimbulkuldi eru þar stöðuvötn, reyndar ekki úr vatni heldur fljótandi metani sem rignir úr lofthjúpnum. Kannski eru þar líka eldfjöll sem gjósa ís. MYND/NASA/JPL-CALTECH/SPACE SCIENCE INSTITUTE. UNDUR SÓLARINNAR Þann 31. ágúst 2012 urðu meðalstór en tignarleg umbrot á sólinni. Nokkur hundruð þúsund kílómetra langur þráður– margfalt stærri en jörðin– úr glóandi heitu rafgasi þaut út frá sólinni á ógnarhraða út í geiminn. Þremur dögum eftir að sólgosið hófst kom gusa af rafeindum og róteindum yfir jörðina. Þessar rafhlöðnu agnir rákust á segulsvið og lofthjúp jarðar svo úr varð glæsileg norðurljósasýning. Solar Dynamics Observatory, gervitungl NASA, fylgdist grannt með gosinu sem stóð yfir í fáeina daga og tók glæsileg myndskeið af því. MYND/NASA GODDARD SPACE FLIGHT CENTER/SDO AIA TEAM. PARADÍS JARÐFRÆÐINGSINS Marsjeppinn Curiosity var sendur til Mars til að rannsaka fjall nokkurt í 150 km breiðum gíg. Fjallið er lagskipt en þessi lög eru eins og blaðsíður í bók um ævisögu svæðisins sem bíða þess að jarðfræðingar lesi. Curiosity hefur sautján augu, þar á meðal eitt sem er öflug- asta aðdráttarlinsa sem send hefur verið til Mars. Hún gerir jeppanum kleift að þysja inn að áhugaverðum fyrirbærum í fjarska. Skömmu eftir lendingu beindi Curiosity sjónum sínum að Sharp-fjalli og tók þá þessa mögnuðu mynd. Fremst sést malarsvæði í rúmlega 100 metra fjarlægð frá jeppanum. Þar fyrir ofan er lægð en síðan tekur við rauðbrúnn, hnull- ungastráður gígbarmur. Fjær sjást dökkar sandöldur og svo fyrirheitna landið– paradís jarðfræðingsins– setlögin í Sharp- fjalli, um 10 km í burtu. MYND/NASA/JPL-CALTECH/MALIN SPACE SCIENCE SYSTEMS. Undur mikil og fögur Ár hvert er aragrúi af ljósmyndum tekinn af undrum alheimsins, hvort sem það er af áhugafólki um stjörnufræði, vísindamönnum eða vél- væddum sendiherrum okkar í geimnum. Með vali sínu á þeim myndum sem þeir telja framúrskarandi fallegar eða merkilegar hafa aðstandendur Stjörnufræðivefsins náð að sannfæra Svavar Hávarðsson um að þeir horfi til himins með næmu auga. Heimildir: Stjörnufræðivefurinn. Allar skýringar við myndirnar eru aðstandenda vefsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.