Heimilisritið - 01.02.1944, Blaðsíða 4
*
♦ * * í íiittnt
aðstöðu
Hrífandi smásaga eftir RUTH BRADBURY
EKKERT RAUF þögnina í öllu
húsinu. Vera frænka var farin —
hún fór að kenna einhverri telpu
að spila. Oðru hverju heyrðist í
hænsnunum úti í garði. Felicia
opnaði hurðina fram í eldhúsið.
Maggie sat einsömul í eldhúsinú
— hún hafði hreina hvíta svuntu
framan á sér og var að lesa í síð-
degisblaðinu.
„Jæja, Felicia!" sagði Maggie og
leit upp. „Hefurðu nú ekkert til
að taka þér fyrir hendur?"
Felicia liristi höfuðið. En hérna
frammi í eldhúsi var alltaf hægt
að finna upp á einhverju skemmti-
legu! Hún fékk að skríða upp og
niður litla stigann. Og Maggie gaf
henni stundum fullan lófa af rúsín-
um, sykurmola eða eitthvað ann-
að gómsætt.
„Hvað ertu að lesa, Maggie?“
„Einkamáladálkinn".
„Hvað er í honum?“
„O, það er það langbezta í öllu
blaðinu".
Felicia leit yfir öxlina á Maggie
á blaðið .... það var gott að hún
var búin að ganga í skóla í nokkra
mánuði .... því að hún gat staul-
ast fram úr flestu prentuðu.
Einmana verzlunarmaður, stóð
stórum stöfum, en erfiðara var að
lesa það sem letrað var fyrir neð-
an, því að stafirnir voru svo litlir.
Hún hallaði sér nær .... jú. hún
komst fram úr því .... Verzlunar-
maður á þrítugsaldri, sem finnur
til einstœðingsskapar, hefði löngun
iil að skrifazt á rið jafngamla
stúlku í sömu aðstöðu.
„Hvað þýðir sama aðstaða.
Maggie?“
„Hann meinar náttúrlega stúlku,
sem líka er einmana".
Felicia andvarpaði.
„Aumingja maðurinn. Skelfing
á hann bágt að vera einmana!
Finnst þér það ekki líka, Maggie?“
,.0-jæja .... ætli að líði á löngu
þar til hann hefur fengið fjölda
umsókna!"
„Eru þá margar einmana stúlk-
ur til?"
o
HEIMILISRITIÐ