Heimilisritið - 01.02.1944, Blaðsíða 28
pólskur stjórnarerindreki hafi kom-
ið upp um hann, náungi, sem ég
treysti aldrei. Almenningur í
Þýzkalandi fær afskaplega rátt að
vita um atburði umheimsins, nema
þeir, sem geta lesið erlend blöð.
Times í London er afar útbreitt
blað hér um þessar mundir. Og
auðvitað er mönnum ekkert sagt
um það, hvað gerist á bak við
tjöldin hér heima í þeirra eigin
landi. Um tíma fékkst hér Baseler
Nachrichten, svissneskt blað á
þýzku, og þá seldust af því fleiri
eintök í Þýzkalandi en í Sviss. Nú
er bönnuð 'Sala á því.
Bcrlín, 23. janúax.
Óskemmtilegur dagur. Síminn
vakti mig í morgun — ég vinn fram
á nótt og vakna seint — og það
var Wilfred Bade, sem hringdi,
stækur nazisti og metorðasjúkur,
sem hefur nú umsjá með erlendum
fréttariturum fyrir útbreiðslumála-
ráðuneytið. „Hafið þér komið til
Garmisch nýlega?" byrjaði hann.
„Nei“, svaraði ég. Þá tók hann að
æpa:: „Einmitt það! Þér hafið ekki
komið þar, og eruð þó svo óráð-
vandur að skrifa lygasögu um Gyð-
ingana þar----------“ „Nei, heyrið
þér nú“, sagði ég. „Þér skuluð
ekki bera mér óráðvendni á brýn
---------•“. Hann sleit sambandinu
án þess svo mikið sem kveðja.
Um nónbilið opnaði Tess út-
varpið, til þess að heyra fréttir, og
hitti þá á persónulegar óbóta-
skammir um mig. Gefið var í skyn,
að ég væri Gyðingur og væri að
reyna að spilla fyrir Olympisku
vetrarleikjunum í Garmisch, sem
áttu að hefjast innan fárra daga,
með lognum sögum um Gyðinga
og starfsmenn nazista þar. Þegar
ég kom í skrifstofuna eftir mið-
degisverðinn, sá ég, að framsíður
kvöldblaðanna voru fullar af ofsa-
fengnum ákærum á mig. Þjóðverj-
arnir í skrifstofunni væntu þess að
Gestapo kæmi á hverri stundu og
tæki mig fastan. Rétt var það, að
ég hafði skrifað í greinaflokki fvrir
nokkru, að nazistar hefðu tekið
niður í Garmisch allar tilkynning-
ar og aðvaranir, sem þar voru áður,
um það, að Gyðingar væru óvel-
komnir þar — en það eru þeir alls
staðar í Þýzkalandi -—- og að
Olympíugestir myndu því sleppa
við að sjá meðferð þá, sem Gyðing-
ar sæta í þessu landi. Ég hafði líka
látið falla orð um það, að leiðtog-
ar nazista þar hefðu tekið öll sæmi-
leg gistihús handa sjálfum sér, en
holað blaðamönnum niður í þröng-
býlum matsölustöðum. og það var-
satt.
Ég varð sífellt hneykslaðri við
hvert nýtt blað, sem vikadrengur-
inn færði mér um kvöldið. Flestir
vina minna hringdu til mín og réðu
mér til að gefa þessum látum eng-
an gaum, sögðu, að ef ég rifist í
þessu, yrði mér líklega vísað úr
26
HEIMILISRITIÐ