Heimilisritið - 01.02.1944, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.02.1944, Blaðsíða 28
pólskur stjórnarerindreki hafi kom- ið upp um hann, náungi, sem ég treysti aldrei. Almenningur í Þýzkalandi fær afskaplega rátt að vita um atburði umheimsins, nema þeir, sem geta lesið erlend blöð. Times í London er afar útbreitt blað hér um þessar mundir. Og auðvitað er mönnum ekkert sagt um það, hvað gerist á bak við tjöldin hér heima í þeirra eigin landi. Um tíma fékkst hér Baseler Nachrichten, svissneskt blað á þýzku, og þá seldust af því fleiri eintök í Þýzkalandi en í Sviss. Nú er bönnuð 'Sala á því. Bcrlín, 23. janúax. Óskemmtilegur dagur. Síminn vakti mig í morgun — ég vinn fram á nótt og vakna seint — og það var Wilfred Bade, sem hringdi, stækur nazisti og metorðasjúkur, sem hefur nú umsjá með erlendum fréttariturum fyrir útbreiðslumála- ráðuneytið. „Hafið þér komið til Garmisch nýlega?" byrjaði hann. „Nei“, svaraði ég. Þá tók hann að æpa:: „Einmitt það! Þér hafið ekki komið þar, og eruð þó svo óráð- vandur að skrifa lygasögu um Gyð- ingana þar----------“ „Nei, heyrið þér nú“, sagði ég. „Þér skuluð ekki bera mér óráðvendni á brýn ---------•“. Hann sleit sambandinu án þess svo mikið sem kveðja. Um nónbilið opnaði Tess út- varpið, til þess að heyra fréttir, og hitti þá á persónulegar óbóta- skammir um mig. Gefið var í skyn, að ég væri Gyðingur og væri að reyna að spilla fyrir Olympisku vetrarleikjunum í Garmisch, sem áttu að hefjast innan fárra daga, með lognum sögum um Gyðinga og starfsmenn nazista þar. Þegar ég kom í skrifstofuna eftir mið- degisverðinn, sá ég, að framsíður kvöldblaðanna voru fullar af ofsa- fengnum ákærum á mig. Þjóðverj- arnir í skrifstofunni væntu þess að Gestapo kæmi á hverri stundu og tæki mig fastan. Rétt var það, að ég hafði skrifað í greinaflokki fvrir nokkru, að nazistar hefðu tekið niður í Garmisch allar tilkynning- ar og aðvaranir, sem þar voru áður, um það, að Gyðingar væru óvel- komnir þar — en það eru þeir alls staðar í Þýzkalandi -—- og að Olympíugestir myndu því sleppa við að sjá meðferð þá, sem Gyðing- ar sæta í þessu landi. Ég hafði líka látið falla orð um það, að leiðtog- ar nazista þar hefðu tekið öll sæmi- leg gistihús handa sjálfum sér, en holað blaðamönnum niður í þröng- býlum matsölustöðum. og það var- satt. Ég varð sífellt hneykslaðri við hvert nýtt blað, sem vikadrengur- inn færði mér um kvöldið. Flestir vina minna hringdu til mín og réðu mér til að gefa þessum látum eng- an gaum, sögðu, að ef ég rifist í þessu, yrði mér líklega vísað úr 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.