Heimilisritið - 01.02.1944, Page 35

Heimilisritið - 01.02.1944, Page 35
aði ég. Fór síðan í skrifstofuna. skrifaði og skrifaði, stanzaði til |>ess að síma söguna til Parísar í hvert sinn, sem ég var búinn með þrjú til fjögur hundruð orð. Mundi fvrst, að það var laugardagur, þeg- ar hringt var frá Nevv York og fréttirnar heimtaðar, snemma fyr- ir sunnudagsblöðin. Alveg rétt, laugardagur er happadagur Hitl- ers: hreinsunin blóðuga, herskvldu- iögin. — og svo í dag. allt laugar- dagsafrek. Þegar ég lauk sögu minni i kvöld. sá ég út um skrifstofuglugg- ann, sem veit að Wilhelmstrasse, endalausar raðir stormsv'eitar- manna ganga í blysför niður stræt- ið fram hjá Kanzlarahöllinni. Sendi Hermann niður eftir til þess að njósna. Hann símaði og sagði, að múgurinn hyllti Hitler, þar sem hann stæði á veggsvölum sínum og Júlíus Streicher hjá honum. Því ekki það! D. N. B. tilkynnir, að blysfarir fari fram víðsvegar um allt Þýzkaland í kvöld. Fréttaritari okkar í 'Köln símaði nokkrum sinnum tíl þess að segja okkur. hvernig hernámið færi fram. Samkvæmt sögn hans var þýzka hernum alls staðar tekið með trylltum fagnaðarlátum og stúlk- urnar stráðu blómum á veg hans. Hann segir, að bæði sprengjuflug- vélar og orustuflugvélar úr loft- liernum hafi lent á flugvöllum í Dússeldorf og víðar. Enginn veit, hve mikinn her Þjóðverjar hafa sent inn í Rínarlöndin í dag. Francois Poncet, franski sendi- herrann, sagði kunningja mínum í kvöld, að utanríkisráðuneytið hefði þrívegis logið að sér í dag um þetta. Fyrst tilkynntu þeir 2000 manna lið, síðar 9500 með þrettán stórskotaliðssveitum. Eg hef fengið njósnir um, að þeir hafi sent þangað fjögur herfylki, um 50.000 manns. Þarna fauk meginstoðin undir friðarbyggipgu Evrópu, Locarno- samningurinn. Ekki var honum neytt upp á Þjóðverja. Þeir skrif- uðu undir hann af frjálsum vilja, og Hitler hefur oftar en einu sinni svarið að halda hann. Einn franski fréttaritarinn reyndi að liressa okjcur upp í kvöld í veitingahús- inu með því að staðhæfa, að á morgun mundi franski herinn taka í taumana. En ég dreg það í efa, eftir því sem Parísar-skrif- stofan sagði mér. En mér er ó- skiljanlegt. hvers vegna hann fer ekki á kreik. Áreiðanlega hefur hann í öllum þumlum við liíkis- varnaliðið. Og ef hann fer á kreik, er úti um Hitler. Hann hefur lagt allt undir að þetta bragð heppnist og stenzt það ekki, ef franski her- inn auðmýkir hann með því að taka vestri bakka Rínar. Okkur borðfélögunum í veitingahúsinu kom saman um það. Þambaði bjór til klukkan þrjú í nótt og HEIMILISRITIÐ 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.