Heimilisritið - 01.02.1944, Blaðsíða 12

Heimilisritið - 01.02.1944, Blaðsíða 12
vita á klettinum, því að ótrúlegt virðist, að nokkur mennskur mað- ur klífi hann, hvað þá meir. Eina lífið, sem þar gæti þróast, er þör- ungar og aðrar lítilmótlegar sjáv- arjurtir, og svo þær þúsundir sjó- fugla, sem koma þangað frá fjar- lægustu stöðum til að verpa, og sem skilja eftir sig feiknin öll af driti, sem hefur þakið tindinn þykku, hvitu lagi, sem í fjarlægð sýnist vera snjór. Af og til kemur einmanalegur albatrosfugl svífandi á útþöndum, geysistórum vængj- um sínum, setzt á klettinn til að hvíla sig og flýgur svo áfram. Sjómenn, sem eiga leið fram hjá Rockall-klettinum, gæta þess að sigla fjarri honum. Hann var þeg- ar á miðöldunum nefndur „Skelk- ur skipstjóranna“. Einungis fáir hafa reynt að komast upp á klett- inn til rannsóknar, og hægt mun að telja þá á fingrum sér, sem sannanlega hafa klifið upþ á tind hans. í nokkurri fjarlægð getur Rock- all-kletturinn litið út eins og forn hjálmur, sem klofinn hefur verið með sverðshöggi, þannig að annar helmingurinn hefur horfið í öldur hafsins. Að austan er yfirborð klettsins óslétt með mörgum laut- um og holum, en að vestan rís hann því nær lóðrétt frá hafsflet- inum, algerlega sléttur og nakinn. — Dýpið umhverfis klettinn hefur verið mælt og er það 100 til 120 metra hið næsta honujn, en vex óðfluga þegar fjær dregur: 150, 200, 500 og loks 2500 metrar. Síð- astritaða dýpið er mælt í aðeins örfárra km. fjarlægð austan við klettinn. Allar þær dýptarmæling- ar, sem gerðar hafa verið þárna, benda til þess, að Rockall hefur eitt sinn verið langhæsta fjallið í þeim fjallgarði, sem ef til vill hef- ur legið þar sem öldurnar leika sér í dag, eða hæsti, snæviþakti tind- urinn í beimsálfu, sem sökk í hafið. Sögnin um Atlantis fær byr undir báða vængi, þegar Rockall er veitt athygli. Eins og áður er sagt hafa fáir klifið Rockall-klettinn. Árið 1810 er talið að enska freigátan „Endy- mion“ hafi sent bát að kléttinum og að háseta nokkrum hafi tekizt að komast upp á tindinn. Hafði hanu með sér stein, seni hann hafði meitlað úr klettinum. Árið 18.63 mun bátsmaður, frá enska skipinu „Porcupine“, einnig hafa klifið klettinn og haft með sér nokkra smásteina, sem hann braut úr berginu. Og loks munu nokkrir færeyskir fiskimenn hafa farið upp á Rockall öðru hverju, en þeir eru þaulvanir að klifa hina bröttustu hamraveggi. En svo virðist enginn maður hafa stigið fæti sínum þar aftur, fyrr en sumarið 1021, að franska skipið „Pourquoi pas?“ sendi þrjá menn á bát að klettin- um og þeim heppnaðist öllum að 10 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.