Heimilisritið - 01.02.1944, Blaðsíða 63
hiim hat'íii meira að segja tann-
garðinn heilann.
„Já. hann Óii á Skellistöðuin var
heppinn". sagði bóndinn, sem allt-
at' hafði haft orðið. „Hann var
hýddur og fekk málið tekið svo
fljótt til dóms, að það var hægt að
sýna kviðdómendunum rauð för
eftir vöndinn!“
Það heyrðist skrölta í vagni, sem
nálgaðist. og það kom hreyfing á
fóikið.
„Já, þannig er þssu varið". sagði
bóndinn að lokum — ,.og ég segi
þetta ekki Olsen til hnjóðs. — 01-
sen er vel metinn maður, virtur af
hámn og lágum, ekki einu sinni
presturinn er í eins miklu áliti og
hann. — En þarna koma þeir —
Oisen og presturinn. Þeir eru vanir
að verða samferða, því að þeir eru
nágrannar1'.
Vagninn hafði numið staðar, og
samhliða prestinum hempuklædd-
um gekk luralegur maður, saman
rekinn, í áttina til kirkjunnar. And-
lit hans var eins og á bolabít, þrút-
ið og rautt af vínneyzlu og bar vott
uin ruddaskap og hroka.
Söfnuðurinn myndaði tvöfalda
röð beggja megin við gangstíginn
að kirkjudyrunum, söðulnefjuðu
höfðingjarnir með breiðar úrfestar
úr silfri framan á vaðmálsvestinu
stóðu í fremri röð, og allir heilsuðu
með djúpri virðingu — næstum
því lotningu — manninum, sein
drembilegur eins og fursti kinkaði
kuldalega kolli um leið og hann
gekk fram hjá. — Og að konunum
undanteknum. stóðu allir berhöfð-
aðir á þessari miklu stundu.
Og þó að ég sé fátækur ferða-
maður í víngarði drottins og eigi
hvorki jörð né söðulnef. þá eru þó
svo mikil sefjandi áhrif frá liópi
þögulla manna, seni lúta berhöfð-
aðir því. sem Baudelaire nefnir
„nautshaus“, að ég tók líka ofan.
Verk.smiðjueigandi nokkur, sem framleið-
ir barnamjöl, fekk nýlega aðsend eftirfar-
andi meðmæli:
„Eftir að sonur minn litli fór að neyta
hinnar heimsfrægu kraftfæðu yðar handa
ungbornum, hefur honum farið svo fram,
að hann er orðinn jafnfær föður sínum í
að ganga.
Virðingarfyllst
Jón Jónsson'.
I raun og veru var sonurinn engu minni
,,göngugarpur“ en faðir hans. eins og mynd-
in liendir til.
HEIMILISRITIÐ
61