Heimilisritið - 01.02.1944, Blaðsíða 11
Sjófiiglarnir flögra umhverfis Rockall-klettinn, eins og stórt, /íví/í ský. Gœta þarf fyllstu
varúðar ef bát er róið að klettinum, og skip krœkja langt frá honum vegna strandhœttu
■og varasámra hafstrauma. Sumir áilíta að þessi úthafsdrangi sé síðustu leifar hinnar
snkknv heimsálfu, Atlantis.
^LL-KLETr<%
. í 53. tbl. danska vikublaðsins III.
Familie-Journal. 45. árg. (1921) er
grein um Rockall-klettinn, sem rís
einmanalegur upp ’úr Atlantshafinu
og ógnar skipum á leið þeirra um
hafið. Greinin fer hér ú eftir.
Klettur einn, lítill, rís upp úr
regindjúpi Atlantshafsins, ofurlítill
hvítur depill á meðal dimmgrænna
holskeflua úthafsins. Það er Rock-
all, ríki sjófuglanna, ef til vill
síðustu leifar horfinna landflæma,
síðasti tindur fjallgarðs, sem eitt
sinn lá á milli Ameríku og Evrópu.
Rockall-kletturinn er 21 metri
að hæð, það er að segja jafnhúr
fimm hæða húsi. Ef lína væri dreg-
in á milli Revkjanesskagans og
Norður-írjands myndi kletturinn
lenda um það bil á miðri þessari
línu, eða um 450 km. frá hvoru
eylandanna — íslands og írlands.
Þar sem Rockall-kletturinn gæg-
ist upp fyrir yfirborð hafsins er
mjög brimasamt og stórveðrasamt.
Það er talinn ógerningur að bvggja
HEIMILISRITIÐ
9