Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 25

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 25
1 BERLÍNARDAGBÓK ..=bt Ejtir WILLIAM L. SIIIRER Berlín, 18. júní. Samningarnir tókust, voru und- irritaðir í dag í London. í Wil- helmstrasse eru menn himinlifandi. Kafbátafloti Þjóðverja má vera jafn við hinn brezka. Það yfirgeng- ur minn skilning, hvers vegna Bretar samþykkja þetta. Þýzku kafbátarnir höfðu nærri því unnið ;r þeim í styrjöldinni 1914—1918, og gera það ef til vill alveg næst. Lenti inni í kránni eins og fleiri kvöldin. Þessi krá skartar annars með ítölsku nafni, Ristorante Italiano, og er rekin af Willy Leh- man, stórum og stæðilegum Þjóð- verja, og er ekkert ítalskt við hann. Kona hans er belgisk, grannvaxin og feimin. Þarna hefur orðið at- hvarf brezku og amerísku frétta- ritarar.na. Þar getum við komið saman, svo að lítið ber á, og talað um dagleg viðfangsefni okkar, en án þess getur enginn erlendur fréttaritari þrifist til lengdar. Við höfum Stammtisch — einkaborð, sem ávallt bíður okkar úti í horni, og frá því um klukkan tíu á kvöld- in til þrjú eða fjögur að nóttu er oftast setinn bekkur við það. Venjulega situr Norman Ebutt i forsæti og tottar stöðugt gömlu pípuna, talar og þrefar ‘ hárri og skrækri röddu og miðlar okkur af vísdómi sínum. Hann hefur ver- ið hér lengi, er hundkunnugur mönnum í stjórninni, flokknum, kirkjunni og hernum og er maður skarpgreindur. Nýlega kvartaði hann yfir því við mig einslega, að Times birti ekki allt, sem hann sendi, kærði sig ekki um að vita um skuggahliðar þýzka nazismans og mundi vera komið á vald naz- istavina í London. Hann er beygð- ur og talar um að hætta. Næst honum situr frú Holmes með trjónunefið, vitur kona efalaust. En hún gleypir svo orðin, að ég á erfitt með að skilja hana. Aðrir vanagestir við borðið eru þessir: Ed Beatty við U.P. með mánaleita HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.