Heimilisritið - 01.12.1948, Side 47

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 47
í sjóliðsforingjaskóla Sjálfsœvisaga hertogans af Windsor — 5. þáttur Ekki gat verið verra fyrir neinn en mig að svara öllum þessum spurningum, því burt séð frá því, að ég var af kon- unglegum ættum, þá var það eitt, að ég hafði aldrei verið í skóla áður, nóg til þess, að ég var álitinn sérvitringur. Nokkrum dögum eftir að eldri nemendumir voru komnir í skól- ann töldu þeir heppilegast, að hinn ljóshærði prins, Edward, væri rauðhærður, svo að þeir tóku sig til og lituðu á mér hár- ið. Þeir fóru með mig afsíðis og létu mig standa teinréttan, að hermannasið, meðan einn þeirra hellti fullri flösku af rauðu bleki yfir hausinn á mér. Blekið rann í straumum nið- ur eftir hálsi mér og eyðilagði eina af þeim fáu, hvítu skyrtum, sem ég átti til. En rétt á eftir var blásið í lúður til að safna nemendum saman. Stóru strák- arnir hlupu inn í raðir sínar, en ég stóð eftir í vandræðum mín- um. Minn góði kennari, Hansel, hafði aldrei kennt mér, hvað ég ætti að' gera undir líkum kring- umstæðum og ég var nú í. Ef ég mætti í röð minni svona á mig kominn myndi foringinn án efa spyrja mig óþægilegra spurninga, sem ég ætti bágt með að svara, án þess að koma upp um strákana. Ef ég hinsvegar mætti ekki, yrði það til þess að í sjóliðsforingjabúningnum 45 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.