Heimilisritið - 01.12.1948, Side 50

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 50
neðstur. En faðir minn gerði engar athugasemdir út af ein- kunnum mínum, eftir fyrsta tímabilið, og ég þóttist því nokkuð öruggur, er ég kom heim í annað skipti í desember 1907. Þótt ég hefði ekki staðið mig sérstaklega vel í neinu fagi, þá fannst mér ég ekki hafa staðið mig illa. Undir eins og hinar venjulegu kveðjur höfð'u átt sér stað, afhenti ég föður mínum umslagið með einkunnunum. Hann sýndi engan sérstakan áhuga á því og stakk því kæru- leysislega í vasa sinn. Og þar sem ekki var minnst orði á ein- kunnir mínar við kvöldborðið hugsaði ég með mér: „Það er allt í lagi“. En svo var það' næsta morg- un, að Finch vakti mig og kvaddi mig á fund föður míns. Faðir minn horfði í augu mér og sagði alvarlegur á svipinn: „Da- vid. Mér þykir leitt að segja þér frá því, að þú hefur slæma ein- kunn. Lestu hana“. Það var stutt, en illkvittið skjal, sem átti ekkert skylt við mínar eigin hugmyndir um, hvemig ég hefði staðið mig í skólanum. Hinar bitru stað- reyndir voru, að reikningslistin, sem Hansel hafði reynt að berja inn í kollinn á mér, stóð mér enn fyrir þrifum, en án kunnáttu í þessum grundvallaratriðum í menntun sjóliðsforingja, var ekki von til að ég stæðist neitt próf. Faðir minn ákvað að bæta úr þessu, og undir eins og jólagleð- in var um garð gengin lét hann kalla á kennara frá Osborne. Eg varð svo að eyða flestum leyfis- dögum mínum í nám. En það var eins og allt þetta væri til einskis og ég fékk ákafa minnimáttarkennd. Næsta vor, er ég kom lieim, var ég svo viss um, að ég hefði fallið á prófinu, að þegar ég var kvaddur í skrif- stofu föður míns setti að mér grát. „Svona, David“, sagði faðir minn. „Þannig hegða sjóliðsfor- ingjaefni sér ekki“. Hann sagði þetta í svo vingjarnlegum tón, að' ég varð forviða. „Þar að auki er einkunnarbókin þín mjög sæmileg að þessu sinni, og ég er ánægður með framfarir þínar“. Áhugi föður míns á Osborne snerust ekki eingöngu um mitt nám. Þegar ég var í fríi var hann vanur að kalla á mig til að ræð'a við sig um skólann. Hann spurði mig spjörunum úr, um hvemig aðbúð við hefðum, hvað við fengjum að borða, hve mikinn frítíma við fengjum, og svo var hann vanur að hrista höfuðið og segja eitthvað á þá leið, að flot- anum væri að fara aftur. ,J>að var ekki svona á okkar 48 HEIMILISRITH)

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.