Heimilisritið - 01.01.1949, Page 10

Heimilisritið - 01.01.1949, Page 10
— Blessaður drengurinn! — Blessaður drengurinn! — Þetta var þér líkt. — Þú átt ekki langt að sækja góðmennskuna, dreng- lyndið og hjartagæzkuna. Þetta er ekki ólíkt henni Ástrúnu móð- ur þinni, drengur minn, þeirri góðu konu. Eg hefði viljað sjá. upplitið á henni, blessaðri, hefði húp lifað' þetta. Já, drengurinn minn, hjá þér vil ég vera frem- ur en öllum öðrum. Ekki skal standa á mér, ef ég tóri, og ég get þá verið þér að nokkru gagni. Og um vorið flutti ég svo í nýja húsið mitt í Laugardal — og hér hef ég svo átt heima síð- an. Þannig er nú sagan hennar Hlínar litlu. — Það hefur komið fyrir, er ég hef hugsað um þetta allt, að mér finnst eins og Hlín litla hafi verið send mér af ein- hverju æðra valdi, sem — þrátt fyrir allt, — vakir yfir sálum okkar — send mér eins og lítill verndarengill á erfiðústu stund- um, til að styrkja mig og leiða inn í heiðríkju lífsins. Hún kom inn í líf mitt, þegar ég hafði glatað trúnni á lífið og tilveruna. En rök lífsins eru sterk og á svipstundu getur heiðríkja þess feykt á burt grillum tregafulls hugar, eins og dufti, sem áður en varir er fokið út í veður og vind — og gefið manni nýja lífs- trú í hjarta. Sólin skín aftur fram á veg lífsins — blómin bera aftur ilm og angan — og fugl- arnir syngja að nýju. Það var barnslegur söngur litlu, skjálfandi telpunnar á hús- þrepinu, sem söng til að gleyma raunum sínum, sem gaf mér nýja lífstrú í hjarta. Söngvarnir sem móðir hennar hafði kennt lienni og móðir mín hafði kennt mér, þegar ég var lítill drengur. Söngvarnir, sem hver íslenzk móðir kennir barni sínu. Það var hin gamla kveðandi og hrynjandi hinnar íslenzku tungu — hið ei- lífa ljóð þjóðarsálarinnar, sem tengt hefur þjóðina saman og sameinað kynslóð eftir kynslóð, í erfiði og þraut, í gleði og sorg, sem gefið' hefur henni þrek sitt og kraft, vilja og seiglu til að vinna á öllu — og sigra......... Torfi þagnaði. Ég þakkaði honum söguna. Þetta var liugð- næm saga, þótt hún væri hvers- dagsleg. Svo sátum við þögulir um stund, en vorum áður en varði vaktir upp úr hugsunum okkar. Ungur, berhöfðaður, *ljóshærð- ur piltur, karlmannlegur á velli, kom gangandi, hægum skrefum heim afleggjarann, er lá af þjóð- veginum upp að húsinu. Pilturinn staðnæmdist við grænmálað' garðshliðið, studdi höndunum á það, og tók að 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.