Heimilisritið - 01.01.1949, Blaðsíða 15
ar vinsældir í borginni, ásamt
félögum sínum. A skemmtunum
þar var hann fenginn til að spila
og syngja, og jafnframt fékk
hann iðulega það hlutverk áð
vera kynnir.
Árið 1930 — þegar kreppan
mikla skall yfir — varð hann
samferða fjarskyldum ættingja
sínum til Vesturríkjanna. Hann
fékk fyrst atvinnu á ávaxtaekru
í Kingsburg, en fluttist nokkrum
mánuðum síðar til Los Angeles í
Tvaliforníu. Lítið var um at-
vinnu, en hann hafði ofan af fyr-
ir sér við húsabyggingar. Húsa-
meistarinn varð gjaldþrota og
þá komst Roy að við vegavinrm.
Þótt á ýmsu gengi, gleymdi
Roy aldrei gítarnum sínum.
Hann spilaði og söng á kvöldin
fyrir starfsbræður sína í brögg-
unum, og hlaut ósvikið lof þeirra
fvrir. Svo komst hann í sam-
band við fimm aðra gítarspilara,
og þeir stofnuðu með sér sex-
tett, sem nefndur \'ar „Fjall-
búar“.
Þeir höfðu mikla gleði af
þessu, en enga peninga. Sextett-
inn leystist því sjálfkrafa upp.
Roj stofnaði þá að'ra sveit með
gítarleikurum og söngvurum.
Nefndist hún „Alþjóðlegir kú-
rekar“. Hann fékk peningamann
til að kosta þá í söngferðalag
um Arizona og Nýju Mexico.
Þetta gaf góðar vonir, en endaði
HEIMILISRITIÐ
13