Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 16

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 16
með skelfingu, því konsertarnir voru lítt sóttir og kostnaðar- maðurinn sveik þá nm peninga. Til þess að komast lieim aftur, þurftu þeir að veðsetja allt sem þeir áttu, nema bílinn sem þeir óku í og gítarana sína. En Roy var ákveðinn í því að gefast ekki upp. I Los Angeles kynntist hann nú tveimur gítar- spilurum, þeim Bob Nolan og Tim Spencer. Þeir stofnuð'u gít- arhljómsveit, sem nú er fræg undir nafninu „Synir landnem- anna“ og leikur enn í kvikmynd- um Roys. Þeir sungu eitt lag inn á hljómplötu, er varð Jandfrægt, og þar með voru þeir á góðri leið til sigurs. Roy tók þátt í mörgum út- varpssendingum með „Sonum landnemanna“, og fékk síðan hlutverk í kór í noklvrum kvilc- myndum. Eitt sinn var hann staddur inni í vefnaðarvörubúð, þegar aukaleikari í kúrekakvik- myndum kom inn og bað um 200 króna kúrekahatt, með þeim ummælum, að Republilc-filmfé- Jagið vantaði nýjan, „syngjandi nautahirði“, og að hann væri á- kveðinn í að fá hlutverkið. Roy heyrði þessi orð og á- kvað að fréista sjálfur gæfunn- ar. T fyrstu féklc hann eldvi á- heyrn hjá ráðamönnum félags- ins. En svo tókst hónum að kömast inn í lcvikmyndaverið meðal noklviirra aukaleikara. Og er hann var eitt sinn kominn þar inn með gítarinn, þá var tiltölu- lega auðvelt fyrir hann að vekja athygli og lirifningu kvikmynda- jarlanna. Roy félvk óðara samning og lék aðalhiutverlcið í myndinni „Undir vestrænum stjörnum“, sem olli tímamótum í kúreka- myndum. Síð'an hefur hann leikið aðallilutverk í um það bil áttatíu slíkum kyikmyndum. Hann hefur ferðast um allt til þess að skemmta hermönnum, örkumla börnum og almenningi. Og í dag er hann tvímælalaust langvinsælasti kúrekakappi kvikmyndanna. Rov giftist Arlene Wilkins ár- ið 1936. Fjórum árum seinna tóku þau nýfædda telpu til fósturs. Árið 1943 fæddist þeim döttir og í nóvember 1946 eign- uðust þau Rov Rogers yngri. En svo sorglega vildi til. að móð- irin lézt nokkrum dögum síðar. Nú er Roy nýlega giftur aftur, Dale Evans, er hefur leikið í mörgum kvikmyndum með hon- um. og börnin hans hafa hlotið aðra móður, sem er þeim góð. Líklega er Trigger, hestur Roys, frægasti hestur heimsins. Roy hefur sjálfur hugsað um hann, frá því hann fæddist, og tamið hann. Trigger er stór og mikill, vegur 11G0 pund og er nú 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.