Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 21

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 21
gera óst og rómantík að þunga- miðju alls í veröldinni. Og þeg- ar stúlka giftist.svo og kemst að' því að hjónabandið er ekki allt- af eintómt tunglsljós, finnst henni hún hafa verið prettuð og kennir í brjósti um sjálfa sig“. „Eg kenni alls ekki í brjósti um sjálfa mig. Mig langar bara til að mér sé veitt svolítil viður- kenning“. Hún lyfti brúnum yf- irlætislega, eins og Joel var van- ur að gera, gretti sig og sagði: „Verra gæti það verið! Það er það mesta sem þú segir. Verra gæti það verið, og svo klapparðu mér á rassinn!“ „Jó, en ég klappa ekki hverri stelpu sem er á rassinn“, sagði Joel og glotti. Hann fór út til að tæma ryksuguna; hún var iítið eitt notuð, en góð og þau liöfðu fengið hana fyrir lítið. Þegar hann setti hana aftur í samband kom smellur og Nancy fékk straum í sig. „Æ“, stundi hún. „Nú verður að koma henni í viðgerð aftur“. „Þetta skal ég laga“, sagði Joel og tók skrúfjárn. Hann fann leiðslu, sem hafði losnað, og eft- ir andartak var ryksugan farin að mala eins og köttur. „Mikið ertu duglegur“, sagði Nancy. „Þetta var ekki neitt“, sagði hann kæruleysislega, en þó upp með sér. „En það getur komið sér vel að hafa lagtækan mann á heimilinu“. Joel tók að sér baðherbergið og eldhúsið'. Hann var mesta snyrtimenni og upp með sér af heimilinu þeirra, og þess- vegna vandaði hann sig. Jafn- framt braut hann heilann um á- stæðuna til óánægju Nancy. Hann vissi að hún var ekki ó- sanngjörn eða duttlungafull eins og flest kvenfólk annað, svo að einhver hlaut ástæðan að vera. Rétt á eftir kom hún. „En livað þú ert góður að hjálpa mér, jafnvel þó þú vinn- ir alla vikuna í bankanum. En hvað' þetta er vel gert hjá þér! Flestir karlmenn myndu telja ])etta kvenmannsverk og láta konurnar einar um það“. „Hum“. Hann gerði lítið úr því. „Þú vinnur nú líka alla vikuna. Auk þess er þetta mitt heimili ekki síður en þitt, og ég vil helzt að allt sé hreint og þokkalegt“. „Já, en það eru ekki margir karlmenn, sem líta svona á það“. „Áður en við giftum okkur fundust mér líka öll svona störf ósamboðin mér“, sagði liann. „En nú veit ég, að það er hægt að sýna karlmennsku með öð'ru móti en að láta konuna sína skúra gólf“. „Já, þú ert góður! Og nú ætla ég að fá mér bað“. HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.