Heimilisritið - 01.01.1949, Side 41

Heimilisritið - 01.01.1949, Side 41
í baðkerinu eftir hálfa rnínútu kem ég inn aftur og hjálpa yður pfan í það!“ Hann tor út og lok- aði á eftir sér. Lib leit á rjúkandi bað'vatnið. Það var íýsilegt að fara ofan í það. Hún komst með erfiðismun- um úr náttfötunum og skreiddist upp í baðið. Það var dásamlegt! Hún heyrði að Johnny stóð við dyrnar. ,,Eruð þér komnar of- an í?“ „Já“, svarað'i hún. Hann opnað'i dyrnar lítið eitt og smeygði hreinum náttfötum inn um gættina. „Nú verðið þér í baðinu þangað til ég segi yður að fara upp úr því. Og verið nú ekki með neina bölvaða ó- þekkt!“ Hún mókti í vatninu og naut hlýjunnar. En hvað það var gott! Nú barði Johnny á dyrnar. „Farið þér nú upp úr og þurrkið' yður vel. Og farið í nýju nátt- fötin“. Hún heyrði að hann gekk inn í svefnherbergið, en hún hreyfði sig ekki. Að. vörrnu spori kom hann aftur. „Eruð þér komnir upp úr?“ Hann tók um hurðarsner- ilinn og snéri honum lítið eitt. „Nei, nei, þér megið ekki koma inn! Ég er að fara upp úr!“ Hún staulaðist upp úr kerinu, þerrað'i sig og klæddi. Þá kom Johimy aftur. Hún skjögraði að dyrunum og opnaði, og hann tók hana í arma sér, bar hana inn í svefnlierbergið og setti hana á rúmstokkinn. Hann hafði búið um rúmið hennar, hækkað höfðalagið með koddum og bætt við ábreiðum á rúmið. A náttborð'inu stóð bolli og í hon- um einhver heitur drykkur. Hann sótti sloppinn hennar, færði hana í hann og lagði hana í rúmið. Síðan settist hann á stól við rúmstokkinn. „Ég hringdi til málarans og verktakans að ég gæti ekki kom- ið í dag, því að þér ættuð að hafa bannsettan bílinn“. Síðan benti hann á dyrnar. „Ég er bú- inn að taka lásinn af aftur. Þcr munið kannske eftir að læsa honum hér eftir, og þá verð ég að brjóta upp hurðina ef eitt- hvað skyldi koma fyrir“. Hann hafði ekki -augun af henni. „Jæja?“ Lib tautaði eitthvað, sem ekki skildist. Það var raunar eitthvað til í því, sem hann sagði. Johnny ygldi sig. „Djöfuls dívaninn — það eru a. m. k. fimm fjaðrir brotnar í honum. Hann hefur nú leikið mig grátt í tvær nætur. Ég er allur sem lurkum laminn!“ Lib teygði úr sér og drevpti á volgum drykknum. Hún \ arð alls eklci reið', enda þótt hana HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.