Heimilisritið - 01.01.1949, Side 46

Heimilisritið - 01.01.1949, Side 46
ur fyrir sex öldum, handa elzta syni konungs, í þeim tilgangi að gera hann fjárhagslega óháðan. Eg var nú orðinn hallareig- andi og fékk ákveðinn lífeyri í fyrsta sinn, en til þessa hafði ég ekki haft yfir öðru fé að ráða, en einum shilling á viku, sem ég hafði í vasapeninga. En ég fann þó ekki til neinna breytinga eða sérstakrar ánægju við þennan skyndilega auð minn. Ég lærði það ekki fvrr en síð'ar í lífinu, að það var lítið hægt að gera án peninga. Prinsinn af Wales Það er ekki, eins og margir halda, óhjákvæmileg regla eða lagaleg skylda, að elzti sonur Bretakónungs verði sjálfkrafa prins af Wales. Ef konungurinn teldi, að elzti sonur hans ætti ekki þann titil skilið, þyrfti hann ekki að veita honum nafnbót- ina. Faðir minn, sem hengdi sig jafnan í formið, gerði mig ekki að' prins af Wales, fyrr en rúm- lega sex vikum eftir að afi dó. A sextánda afmælisdegi mínum var ég kallaður til Windsor-kast- ala, og í samtali, sem ekki stóð yfir eina mínútu tilkynnti fað- ir minn, að honum þóknaðist að útnefna mig prins af Wales. Dagihn eftir kom erkibiskup- inn af Kantaraborg og fermdi mig í einkakapellu kastalans, en söfnuðurinn var foreldrar mínir og systkini. Líf mitt lá nú eins og beinn vegur fvrir framan mig. Ekkert nema dauðinn einn virtist geta komið í veg fvrir, að ég yrði einhverntíma konungur Bret- lands — „af guðs náð konungur Stóra-Bretlands, Irlands og ný- lendnanna handan við hafið, verjandi trúarinnar og keisari Tndlands“ Stjórnmál Áður en ég fór aftur til Dart- mouth tilkynnti faðir minn mér, að þar sem ég yrði nú að kvnna mér stjórnmál og taka þátt í þeim, hefði verið ákveðið að ég fengi kennslu í þióðfélagsfræði, nokkra tíma á viku, í stað vél- fræðikennslunnar. Hinn gamli kennari minn, Peter Hansell, sem hafð'i dvalið áfram á heimili okkar, til að kenna yngri bræðrum mínum, Harry, George og John, lét í Ijós þá skoðun, að mér riíyndi ganga stjórnmálanámið betur, ef ég læsi hin alvarlegri dagblöð í stað æsifregnablaðanna, sem við liðsforingjaefnin tókum fram yfir þau alvarlegu. Hann ræddi um þetta við Cookson, einn af kennurunum í 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.