Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 47
Dartmouth. Þeim kom saman
uin, að „The Times“, málgagn
íhaldsflokksins, myndi verða
mér full leiðigjarnt, og er blað'a-
kostur minn hafði verið ákveð-
inn, skrifaði ég föður mínum
eftirfarandi bréf:
„Elsku pabbi!
Eg fæ daglega „Morning
Post“ og „Westminster Gazette“,
þar sem bæði Hansell og Cook-
son komust að þeirri niðurstöðu,
að þetta væri beztu blöðin fyrir
mig. Þannig fæ ég bæði frjáls-
lynt blað og íhaldsblað' . . . Það
er ennþá skemmtilegra fvrir mig
að fylgjast vel með stjórnmál-
um, mi þegar ég hef lært stjórn-
arskrána“.
En það er haft strangt eftir-
lit með því, hvað prinsar lesa,
eins og sjá má af næsta bréfi
mínu til föður míns:
„Elsku pabbi!
Ég hef skipt um blöð, eins og
þú óskaðir. Cookson sagði Iíka,
að það væri alveg rétt, að „The
Times“ skrifaði mikið skýrar, og
þess vegna les ég líka Times á
hverjum degi nú orðið“.
Brostnar vonir
Síðasta skólamisseri mitt leið,
fljótt., alltof fljótt. Bertie bróðir
hafði verið fluttur til Osborne.
Er misserið var hálfnað, fékk ég
mislinga, og helmingur af skóla-
bræðrum mínum lagðist í veik-
inni. Hansell kom og fór með
mér til Cornwall. Þar dvaldi ég
um tíma til hressingar.
Þarna áttum við' dásamlega
daga, í þessum fögru héruðum
Englands og nutum lífsins í rík-
um mæli. Ráðherra hertoga-
dæmisins í Cornwall kom og
heimsótti okkur og sýndi mér
hinar nýju eignir mínar.
En það var einmitt á þessum
Faðir hertogans, George Vá veið-
um á heiðum Skotlandx.
HEIMILISRITIÐ
45