Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 48

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 48
stað, sem mínar fyrstu alvar- legu vonir bruztu í lífinu. Eg hafði vonað, að þegar dvöl mín í liðsforingjaskólanum væri á enda, fengi ég að fara í sjóferð til fjarlægra staða, sem lærling- ur á herskipi, og vinna mér inn ný merki á einkennisbúninginn minn. Eg efast um að nokkur liðs- foringjaefni hafi hlakkað til þessarar ferðar eins og ég. En þá fékk ég þau skilaboð' frá föður mínum, að ég yrði að vera við- staddur krýningu hans í júní þá um vorið og hætta við fyrirhug- aða för míiia til Norður-Amer- íku, sem ég hafði hlakkað svo mikið til. Það voru mér hin mestu von- brigði, og með' harm í hjarta hvarf ég aftur í skólann til þess að kveðja skólabræður mína. Foreldrar mínir og systkini höfð'u þegar flutt í Bucking- ham-höll, og þangað fór ég nú einnig. Næsta morgun gekk ég með föður mínum í garðinum. Hann liélt yfir mér föðurlega tölu og minnti mig á, að nú væri ég ekki lengur réttur og sléttur liðsfor- ingjanemi og nú yrði ég að fara að gera mér Ijóst, hvað ætlast væri til af mér og hver staða mín væri í þjóðfélaginu. Faðir minn átti ekki alltaf sem bezt með að segja það, sem hon- um bjó í brjósti, og liann út- skýrði heldur aldrei fyrir mér, til hvers hann ætlaðist af mér, en áður en sumarið var liðið varð mér sjálfum orðið ljóst hvað það var. I Buckingham og Windsor Apríl og maí eru yndislegir mánuðir á Englandi, en vorið 1911 voru þeir mér eitthvað annað. Fyrstu tvær vikur aprílmán- aðar bjó ég í Buckingham-höll. Herbergi mitt var á þriðju hæð með' útsýni yfir „The Mall“. Buckingham-höll var rúmgóð, borið saman við hin þröngu húsakynni, sem ég hafði vanist. En þar var einhver gömul ryk- lykt, sem ég finn enn ávallt, þeg- ar ég kem þangað. Mér hefur aldrei liðið vel þar. Endalausir gangar og stórir sal- ir. Við sögðum í gamni, að við hittumst ekki lengur, nema eftir fyrirfram gerðri áætlun. En svo fluttumst við til Windsor, eins og venja var á vorin. Þessir vordagar hafa ávallt staðið' mér fyrir hugskotsjónum sem leiðindatími. Skólabræður mínir, sem höfðu farið í sigling- una, skrifuðu mér bréf, og ég fylgdist með ferðum þeirra á þann hátt. Framh. í nœsta hefti. 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.