Heimilisritið - 01.01.1949, Page 50

Heimilisritið - 01.01.1949, Page 50
— Úúú — a — aaa........... Aðdáunarhljóðið, sem ég rak upp, var nægilega skrítið til að vekja athygli ungu konunnar, því að hún leit dökkum og þung- lyndislegum augum upp á sval- irnar til mín. Eg lyfti hendinni lítið eitt í kveðjuskyni við hina fögru, ókunnu konu, þögull en greinilegur vottur aðdáunar. Hún nam staðar stundarkorn og liorfði á mig döpur í bragði, síð- a.n brosti hún allt í einu kynlegu, torræðu brosi, leit aftur niður og hélt áfram för sinni yfir torg- ið, líkt og fjarlæg þokusýn. Það hefnr alla tíð verið minn helzti kostur, að ég er fljótur að taka ákvarðanir. Eftir þrjár sek- úndur var ég kominn niður á torgið og hélt í humátt á eftir henni um skuggsýnar götur Elsocrates og sá hana hverfa inn um dyr á litlu lnisi við þrönga, afskekkta götu. I þrjá daga gekk ég fram og aftur fvrir framan hús þetta og beið þess, að' hin töfrandi draum- sýn birtist aft-ur. Eg gaf mér varla ráðrúm til að skreppa heim í gistihúsið til að drekka flösku af hvítvíni, borða nokkrar steiktar kastaníur eða leggja mig svo sem í hálftíma. Er liðnar voru þrisvar sinnum tuttugu og fjórar klukkustundir bar hinn ástríðuþrungni, blindi þrái minn loks árangur. Konan fagra kom brosandi út um dvrn- ar, sem ég hafði einblínt á svo lengi. Að þessu sinni sveif hin létt- fætta kona í áttina til mín og hvíslaði að mér niðurlút, en með guðdómlegu brosi: „Herra minn, ég hef falið mig lengi á bak við gluggatjöldin og séð, að þér gæt- ið öryggis míns af mikilli trú- mennsku, og nú Iangar mig til að sýna yður einhvern þakklæt- isvott“. Var ég búinn að segja vður, að helzti kostur minn er sá, að ég er fljótur að taka ákvarðanir? „Senorita“, svaraði ég titr- andi. „Mér myndi þykja mikill heiður að því, ef þér vilduð drekka glas af víni með mér ó- verðuguin, einhversstaðar í þess- ari töfrandi borg“. ITún brosti og kinkaði kolli og tók undir handlegginn á mér. C)g við gengum hægt eftir skugg- sýnum götum Elsocrates, og ég hugsaði ekki neitt. Himnesk sæla hafði gagntekið hug minn. Annars hef ég víst gleymt að lýsa kjólnum, sem hún var í. Hlustið nú á: fagurrauður silki- kjóll, mjög, já mjög fleginn í hálsinn, glitrandi perlur og gyllt- ir eyrnalokkar undir hrokknu, hrafnsvörtu hárinu. Hún var kunnug þarna og réð ferð minni um hlýtt og blíðlegt rökkrið. Höfðum við gengið 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.