Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 59

Heimilisritið - 01.01.1949, Síða 59
aði Jana hreinskilnislega. Það lét dá- lítið stuttaralega í eyrum, en Priscilla virtist ekki taka eftir því. „Það er einhver leyndardómsfull og ginnandi hætta í fari þínu,“ hélt Priscilla áfram. „Það töfrar karlmenn og gerir þá frávita. Ég hef gaman af slíku. Það er næstum mín eina skemmtun." JÖNU LÉTTI er síminn hringdi rétt í þessu, og Priscilla greip tækið áfjáð. Það var landsíminn — frá San Franc- isco — slúðurmasið hélt áfram í lang- an tíma, rétt eins og hringt hefði verið úr næsta húsi. Þegar Priscilla loks lagði frá sér tækið, sagði hún: „Þetta var bezta vinkona mín. Skildi við mann- inn í Reno, alveg eins og ég... Sama daginn — og hvílíkur dagur. Hana langar til að giftast John næst, hvort sem hann vill eða ekki.“ Það varð stutt þögn, en svo spurði Jana í settlegri tón, hvaða störf hún ætti að hafa með höndum. „Störf —“ Priscilla gretti sig, eins og hún hefði löngu gleymt því, að Jana væri ráðin hjá henni til að vinna. Hún brosti og var að fitja upp á svari: „Jæja, sjáum nú til, stjórna /búðinni — því sem hér er að stjóma — borga reikninga, sjá um að ég gleymi ekki að hitta fólk, sem ég hef lofað að hitta, ég ruglast alltaf í því. .. Já og annast um bréfaskrifrir mínar. Það er mikilvægast af öllu. Ég get ekki svar- að bréfi sjálf. Ég blátt áfram get það ekki.“ Hún hló. „Einu sinni spurði ég dr. Freud í Vínarborg um ástæðuna. Hann sagði að það gæti tekið fleiri ár að komast fyrir orsökina. En svo forvít- in var ég ekki.“ Hún hló meðan hún safnaði sam- an bréfum og skjölum úr öllum her- bergjunum, heilum haugum. „Það er hneykslanlegt," sagði hún. „Þú getur fleygt mestu af þessu, það hefur séð fvrir sér sjálft. Við athugum hitt í sameiningu. En ekkert liggur á. Og þú skalt ekki hafa áhyggjur af öðm fyrstu vikurnar. Við skulum sjá hvem- ig gengur." Sama kvöldið komu gestir, sem áður höfðu aðeins hringt í síma. Þeir komu og drukku kokkteila, sem gistihúsþerna bar þeim. Fyrstur kom Morganti greifi, grannur, dökkur yfirlitum, glæsilegur. Annaðhvert orð, sem hann sagði, var gullhamrar. „Vínarborg — dásamleg!" sagði hann, þegar hann frétti, að Jana væri austumsk. í næstu andrá beind- ist hrifning hans að mjög glæsilegri, ungri stúlku, sem kom rétt á eftir hon- um. Mano Dcnten frá Boston. „Yndis- legl" Henry Kayde kom líka, einn þeirra, sem hringt höfðu kvöldið áður. Hann var gráhærður, þrekvaxinn með sterk- ar, lýtalausar tcnnur, en fjólublá, þung- lyndisaugu, sem lágu djúpt í gulum tóftum. Priscilla kallaði hann „sinn ó- þolinmóða, föðurlega vin.“ Þau hvísl- uðust á, og æðamar tútnuðu á enni hans. Jana komst að því af orðum, sem Mano lét falla, að hann væri útvarps- starfsmaður, „Snarvitlaus í Pris.“ Hann dvaldi aðeins stundarfjórðung, og þeg- ar hann fór, gaf hann Pris tvo að- göngumiða að sýningu í útvarpssal. Jana varð að hlusta á afar málaða kvensnift, sem endilega þurfti að segja HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.