Heimilisritið - 01.01.1949, Side 62

Heimilisritið - 01.01.1949, Side 62
voru send frá ýmsum gistihúsum í Suð- ur-Ameríku og voru frá frú Grace Blaithe-Hopkins. Henni fannst einhvem- veginn ósjálfrátt, að heppilegast myndi að minnast alls ekki á þau við Priscjllu. Hið síðasta hafði komið fyrir fáeinum dögum, hið elsta var meira en árs gam- alt. Ekkert bréfanna hafði verið opnað, óg hún gerði það ekki heldur. Fimmta kvöldið fór Priscilla með Henry Kayde til kvöldverðar, og Jana gat í fyrsta s.inn ráðstafað kvöldinu sjálf. Jafnskjótt og þau voru farin, bjóst hún til að leggja af stað í heimsókn til fólks- ms síns. Tvær símahringingar töfðu hana: Morganti langaði til að tala við Priscillu, og Mano leitaði örvæntingar- full að John. . . Þegar hún loksins komst fram í forstofuna og var að fara í kápuna, var bjöllunni hringt og John Blaithe stóð úti fyrir. I annað sinn rétti hairn henni aflanga öskju, sem í var sjaldgæft, blátt blóm. Hann var sam- kvæmisbúinn. „Priscilla fór með Kayde“, sagði Jana. „Ég veit það. Þess vegna notaði ég tækifærið. Má ég bjóða yður til kvöld- verðar?“ „Mano klórar úr mér augun,“ hugs- aði Jana fyrst. En svo lnigsaði hún til fallega samkvæmiskjólsins, sem Priscilla hafði látið sauma handa henni og kom- ið hafði fyrir tveimur klukkutímum. í þriðja lagi hugsaði hún, að John Blaithe mætti ekki halda, að hún væri smeyk við hann. „Ég ætla þá að klæða mig. . . Ég verð ckki lengi,“ sagði hún andstutt. Þegar hún lokaði á eftir sér herberg- isdyrunum, hafði hún ákafan hjartslátt og varð að halla sér upp að þilinu. Hnén skulfu. Nú, fyrst skildist henni, hvað hún hafði gert. Nei, ekki John Blaithe — hættan var hjá henni sjálfri. Á móti vilja sínum hafði hún sagt já, í fyrsta sinn er hann bað hana einhvers. Jana hafði aldrei fyrr komið í raun- vemlegan samkvæmiskjól. Hann var hvftur, eina skrautið blátt blóm. Allt var svo annarlegt, að hún varð í fyrstu taugaóstyrk, og þegar hún gekk fram- hjá spegli, þekkti hún naumast sjálfa sig. En henni fipaðist ekki. Einkennis- búningar samkvæmislífsins! Þetta orð- tæki hjálpaði henni — að minnsta kosti þangað til eftir leiksýninguna, eftir fyrsta vínglasið, eftir fyrsta vínarvals- inn, sem John dansaði við hana. .. Og svo brutust fram gamlar minningar, frá löngu liðnum hamingjudögum, sem tóku svo skyndilega enda. Bamalegir draumar, saklaus æskuþrá, eftirvænting- arfull bið eftir fyrsta dansleiknum, sem ekkert varð úr. Og þó — nú ef til vill—. Þau dönsuðu aftur. John var hlýleg- ur og nærgætinn, og þau töluðu naum- ast orð saman. Það var sem hún svifi í örmum hans. Hún skynjaði aðeins ná- vist hans — hann hjálpaði henni til að gleyma andstrcyminu og öðlast ham- ingju þessa stund — án þess að finna til samvizkubits af því að yfirgefa sitt eigið fólk. Það var komið langt fram yfír mið- nætti, þegar hann bað um kampavín. F.itt andartak virtist samvizkan ætla að ónáða hana, en henni veitfíst létt að bæla þær fílfinningar niður. í þetta sinn hafði hún leyfi til að taka lífinu létt; engum gat orðið það að meini þó hún skemmti sér. Vínið glóði fallega á kristalsglösun- 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.