Heimilisritið - 01.11.1949, Page 9

Heimilisritið - 01.11.1949, Page 9
Það var eins og mér væri haldið niðri af einhverju ósýnilegu afli. Eg reyndi allt hvað ég gat, en árangurslaust. Ég grét af angist og gremju. Ég gat aðeins legið kyrr og hlustað á lagið henn- ar. — Barnið okkar má ekki verða föðurlaust, ég verð .. . verð. ... — En ég gat ekki. Og þá — það var eins og enn meiri höfgi svifi á mig. Eg var vakandi, það var ekki um að villast. En nú varð ég rólegri; undarleg ró kom yfir mig. Það var barið að dyrum. Eins og í leiðslu sagði ég: Ivom inn. Hurðin var opnuð og hún gekk inn; hún kom nær, undurfögur. Eg var orðlaus og gat hvorki hreyft legg né lið. Hún gekk til mín, leit á mig þessum fagur- bláu, mildu augum og sagði, er hún laut niður að mér: Vinur, ég elska þig, og ég veit nú, miklu betur en nokkru sinni áður, að þú elskar mig einnig. Ég veit líka, að sonur okkar verður ekki föðurlaus lengur. Eg verð alltaf hjá ykkur. En þetta verður í síðasta sinn, sem við sjáumst, og þess vegna langar mig til að segja þér, að mað'urinn, sem ég fór með á dansleikinn, var bróð- ir minn, nýkominn utanlands frá. — Vertu sæll vinur, ég fyrir- gef þér vegna ástar okkar. Hún laut niður og kyssti mig Ég gat enn ekki hreyft mig. Svo lokaði ég augunum, ég var al- sæll. En þegar ég opnað þau aft- ur, var hún farin. Eg fann að höfginn var að renna af mér. »LAGIÐ HENNAR VAR á enda. Tilkynningar, sagði þulur- inn. Sú fyrsta hljóðaði þanrjig: Dóttir okkar, Helga, andaðist í dag að heimili okkar. — Jón Pét- ursson, Helga Kristinsdóttir. Ægileg angist greip mig. — Hún var dáin. Helga, unnustan mín, var dáin ... k>'dui Vandrœði A söngskemmtun nokkurri sneri einn gesturinn sér að sessunaut sinum og sagði: „Skelfing er að heyra, hvernig konan syngur! Þekkið þér hana?“ „Já, það er konan mín“. „O, fyrirgefið þér. Auðvitað á ég ekki við röddina, heldur það sem hún er að syngja. Hver skyldi hafa samið svona dellu?" „Það gerði ég“, svaraði hinn. 7 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.