Heimilisritið - 01.11.1949, Side 36

Heimilisritið - 01.11.1949, Side 36
Greer Garson Dorothy Lamour Paulette Goddard Elizabeth Taylor komu frá honum. Orðrómur er á kreiki um samdrátt milli hans og Ingrid, enda herma fréttir, að hún sé að skilja við mann sinn. ★ Vesalings Judy htla Garland! Nú eru þau skilin, hún og leikstjórinn Vincente Minelli. Jafnframt því hefur hún verið lieilsutæp og það svo mjög, að tekinn var sá kostur að láta hana hætta að leika í kvikmynd, sem hún var byrjuð í, á móti Fred Astaire, en Ginger Rogers fengið h!ut- verk hennar. Ymsir halda því fram, að heilsubrestur hennar stafi af eiturlyfjanotkun, en aðrir, sem þekkja hana vel, taka því fjarri. Að vísu er viðurkennt, að hún hafi tekið allt af mikið inn af svefnlyfjum, en að auk þess sé hún i rauninni of veikbyggð, lík- amlega og sálarlega, til þess að vera fær um að standa i öl!u því, sem Holly-ivood hefur lagt henni á herðar. Frá því um fermingu hefur Judy leikið í fjölda kvikmynda og jafnan liaft með höudum stór og erfið skemmtihlutverk með dans og söng. Aður en byrjað var á hverri mytid var hún eirðarlaus og á- líyKgjuful) yfir þvi, hvernig takast myndi að leysa hlutverkið af hendi. Hún átti þá afar erfitt með svefn. Og í hvért skipti, sem hún átti að koma á sviðið, titraði liún af kviða og taugaspenningu. Hún er nú 26 ára gömul og hefur tví- vtgis ttrðiö aið standa í skilnaðarmálum. I>að er ekki von, að svo viðkvæm sál sem hennar þoli þetta allt til lengdar. Líklega fær hún nú að hvíla sig um tíma og von- andi verður ekki langt að bíða þess að hún nái sér að fullu aftur. ★ Það er algengt, að leikdísirnar í Ilolly- wood séu mjög undirgefnar manni sínum í hjónabandinu — að minnsta kosti á meðan það varir. Svo er t. d. með hjóna- band systranna Olivia de Havilland og Joan Fontaine, sem báðar eru giftar kvik- myndaframleiðendum. Olivia, sem nú er gift Marcus Goodrich, var lengi búin að vera ógift, og eftir giftinguna fór hún að grenna sig, hún hætti að reykja o. s. frv. o. s. frv. „af því að maðurinn minn vill það‘, eins og hún sagði. Og svo bætti hún við: „Það er svo dásamalegt, að hafa loks- ins einhvern til að halla sér að“. — I>au hafa nýlega eignast erfingja. ★ I>á eru þau gift, Rita Hayworth og ind- verski furstaerfinginn Aly Khan. Spanska dansmærin, sem varð filmstjarna er nú gift einhverjum auðugasta manni heimsins, hætt að leika og getur nú veitt sér þvi nær allan þann munað, sem hún girnist. ★ Robert Mitchum sat að sjálfsögðu af sér dóminn, sem hann fékk fyrir eiturl.vfja- notkun, og hefur síðan leikið í kvikmynd, sem heitir „The Big Steal“. Augu allra í Holly'wood hvíla á honum. Þetta leiða mál 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.