Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 41

Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 41
hendur hennar í kveðjuskyni, fann ég eldinn í æðum mínum. Mig sundlaði. Hvernig það vildi til veit ég eklci, en ég stóð' þarna með Margit í örmum mér. Loks uppfylltist mín heitasta ósk. Ég þrýsti henni þétt að mér og kyssti hana lengi. Hún hvíldi svo unaðslega í örmum mínum. A eftir hugsaði ég, að ef til vill hafi hún sjálf viljað það, og ég var í sjöunda himni. Þessari spurningu, til viðbótar öðrum, vonast ég til að fá svar við, undir eins og ég næ sam- bandi við lögfræðing mannsins hennar. En, hvað er þetta? Það' er hjá Jensenhjónunum á fyrstu hæð, þau eiga von á erfingja, hann er líklega að fæðast. Hann tilkynn- ir komu sína í þennan heim með háöskri. Það fer hrollur um mig. Ég er hræddur. Síðan ég kyssti Margit í fyrsta skipti, höfum við verið saman á hverjum degi. Margar yndisleg- ar stundir höfum við átt sam- an, margar eldheitar stundir, þegar hjörtu okkar slógu ákaft, þétt við hvort annað. Við tölu- um sjaldan um manninn henn- ar, en það hlaut einhvern tíma að koma að því. Þann dag vorum við heima hjá mér, eins og svo oft áður. Hún hvíldi í örmum mínum, þegar ég spurði, hvort hún elsk- aði mig. Svar hennar var langur koss. „Hvernig er það þá með mann þinn? Þú getur ekki elsk- að okkur báða“. „Það geri ég heldur ekki. Ég elska aðeins' þig, og hef aldrei elskað aðra“. „Hvers vegna giftistu honum þá?“ „Þegar ég byrjaði að vinna í skrifstofunni hjá honum, var ég mjög ung. Foreldrar mínir voru fátækir. Sjálf var ég metorða- gjörn og vildi komast áfram. Svo fór hann að bjóða mér út. Við fórum oft út saman, og dag nokkurn bað hann mín. Þá hélt ég að ég elskaði hann, og þó að hann væri miklu eldri en ég, tók ég honum. Hann var auðugur, og það átti sinn þátt í því. Nú eftir að yið höfum kynnst, hef ég fyrst fundið, hvað sönn ást er“. Ég losaði mig úr örmum henn- ar og spurði: „Hvenær ætlarðu að segja honum frá sambandi okkar?“ Hún hikaði lengi við að svara. Ég var æstur og gat ekki verið rólegur. Ég stökk á fætur og gekk um gólf. Þegar svarið kom, stóð hún bak við mig. Anganin af ilmvatninu hennar sagði mér það.^ „Ásgeir, ég mun aldrei segja Finni frá því“. HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.