Heimilisritið - 01.11.1949, Page 43

Heimilisritið - 01.11.1949, Page 43
þessi lögfræðingur ekki hringt! Margit kemur hingað klukkan sex. Eg verð að tala við hann áður. Óvissan gerir mig brjálað- an. Ef til vill er ég orðinn brjál- aður. Síðast liðin nótt var hræðileg. Eg fékk martröð, vonda drauma, drauma, þar sem ég sá Finn allt- af fyrir mér. Hann leit illa út í veizlunni. Hann virtist hafa þrautir. Mar- git sagði mér, að hann hefði fengið hjartakast aftur. Allt vínið, sem ég hafði drukkið, hafði þau áhrif á mig, að ég var alls ekki með sjálfum mér, og til þess að' hressa mig upp drakk ég ennþá meira, sem gerði aðeins illt verra. Þegar Margit kom og sagði, að Finni hefi orðið illt og það hefði verið farið með hann inn í svefnher- bergið, hafði ég enga meðaumk- un með honum, ég naut þess fremur. Til allrar hamingju deyr hann núna, hugsaði ég. Hjarta mitt hoppaði af fögnuði. Minn tími var kominn. Minn tími og Margitar. Margit bað um vatnsglas og nokkra dropa af svefnlyfi. Nú var tíminn kominn. Fyrir þá, sem elskast, er engin hindrun of mikil. Ég náði í svefnlyfið í með- alaskápnum og hellti svo miklu í glasið, að nægt hefði til þess að drepa fimm menn. Kaldur og rólegur gerði ég það. Nú byrjar lífið, hugsaði ég. A leiðinni inn í svefnherberg- ið vaknaði samvizka mín. Hvað ertu að gera? Ætlarðu að verða morðingi? Ég hellti vatninu í vaskinn, tók annað glas og fékk hlargit það ásamt svefnlyfinu. Eftir að ég hafði fengið mér stóran sjúss, varð ég rólegur. „Við förum heim núna“, sagði Margit eftir klukkustund. „Ég tek svefnlyfið með mér. Hringdu til mín á morgun“. Nú hringir aftur. „Munið eft- ir að borga símareikninginn yð- ar, það er síðasti gjalddagi á morgun“, heyrist í heyrnartól- inu. Hvað kemur mér við síma- reikningurinn í dag, þegar svona mikið er í húfi? Margit hringdi til mín snemma í morgun. Ég var ekki farinn til skrifstofunnar. Hún sagði: „Finnur er dáinn. I morgun, þegar ég vaknaði, lá hann dáinn við hliðina á mér. Glasið með svefnlyfinu var tómt á gólfinu“. Mér lá við yfirliði. Það leið dálítil stund, þangað til ég jafn- aði mig og gat spurt: „Er hann dáinn? Hvernig dó hann? Er það sjálfsmorð'?" „Já, hann hefur fyrr talað um að fremja sjálfsmorð. Kvalirnar voru orðnar óbærilegar, og verzl- unin gekk alltaf ver og ver. Nú er hann frjáls, og það er ég líka“. HEÍMILISRITIÐ 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.