Heimilisritið - 01.11.1949, Page 51

Heimilisritið - 01.11.1949, Page 51
Eftir þetta varð líf hans eitr- að. Hann mætti ekki vingjarn- legu viðmóti ungrar stúlku án þess að ætla henni lágar hvatir. Brosti hún blítt, væri handtak hennar hlýlegt og langt, hrópaði hann ætíð með sjálfum sér: hún er að sækjast eftir peningunum þínum! Og að lokum skildi hann, að' hann gæti aldrei kvænzt ungri stúlku, ef hún væri ekki rík sjálf. Hefði hann minnsta grun um, að sú unga stúlka, sem hann í það og það skiptið lét sér títt um, væri fátæk, þá gat hún að öðru leyti verið hin ærlegasta í hvívetna, en hann trúði því ekki — tortryggnin gróf um sig í honum, og hann fann ætíð eitt- hvað í framkomu hennar, orð eða gerð', sem réttlætti grun- semdir hans. Jafnvel þegar hon- um skjátlaðist. Hann var orðinn úrkula von- ar um að kvænast ungri stúlku, þegar sú útvalda varð allt í einu á vegi hans. Hann hitti hana fyrst í samkvæmi í borginni. Hún var vingjarnleg við hann, en ekki fremur en við hina herr- ana. Þau urðu af tilviljun sam- ferða út, og hann bauðst til að aka henni heim í bílnum sínum. Hún bjó í dýrasta gistihúsi borg- arinnar, og hann fékk að vita, að hún hefði tvö herbergi og væri ógift. Þegar hann sótti hana til að' fara í leikhúsið, kom hún á móti honum í forsalnum, og hann skildi af klæðnaði hennar, að hún myndi hafa ráð á að klæða sig vel. HANN forðaðist vandlega að minnast á auðæfi sín, og þegar hann fann, að hún endurgalt til- finningar hans, og að hann myndi einn góðan veðurdag láta leiðast til að biðja hennar, hætti hann að koma í bílnum. Hún spurð'i undrandi hversvegna, og hann sagðist hafa selt hann. Ein- mitt það kvöld var hún í dýrri loðkápu, og hún sagði, að það væri sannarlega heppilegt, að þau hefðu bílinn hennar! Hann hitti hana daginn eftir — hún sótti hann í gistihús hans, og þau ferðuðust um ströndina í bílnum hennar í tvo dasra. Þegar bau komu aftur, hafði hann beðið hennar. Morguninn eftir fyrstu nótt- ina í hjónabandinu ta^aði hún um nokkra reikninga. sem hún ætti því miður ógreidda — nokkuð háa — og hann vrði að hiálpa henni með. Hún hafði lif- að um efni fram og á lánum síð- ustu mánuðina, loðkápa, fimm dýrir kjólar og svo bíllinn. Er hún sat þarna hálfnakin í rúm- inu, uppgötvaði hann, að hún hafði stóran, hrúnan fœðinqar- blett á vinstra læri. ENDn* HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.