Heimilisritið - 01.11.1949, Side 56

Heimilisritið - 01.11.1949, Side 56
minningar voru lcngj eins og hnífs- stungur. Nú hcfur tími.nn mildað þetta — þær cru orðnar svo gamlar. Kvöld- ið, áður en Leopold fór, bað hann mig að lcika enn einu sinni fyrir sig. Ég settist og byrjaði að Ieika „Tunglsskins- sónötuna“ og rétt á eftir kom hann og settist við hliðina á mér. Hann tók að leika með mér. Við lékum sónötuna eft- ur — saman. Og við héldum áfram að leika. Ég veit ekki, hve lengi 'við Iékum. Það var orðið dimmt í stofunni, nærri því of dimmt til þess að sjá nokkuð. Við hættum, þegar síðasti hljómurinn þagnaði, þá litum við hálfhrædd hvort á annað. Hrifning slíks augnabliks get- ur ekki varað — það vissum við bæði. Ég þekkti tilfinningar hans, þó að hann hefði aldrei talað við mig um ást. Ef til vill elskaði ég hann á þessari stundu. Við föðmuðust, við kysstumst, áður en umhverfið kallaði okkur aftur til veru- leikans. Og rétt á eftir kom maðurinn minn inn í stofuna. „Hvað — hvað gerðuð þér?“ „Ég hringdi á Davíð og bað hann. að kveikja, þá var ekkert rafmagn. Ég man, að ég spurði manninn minn um sjúkling, sem hann hafði farið til þá um daginn — hversdagslcgra spurn- ingar — og á meðan var ég að reyna að muna, hvort ég hefði heyrt aðal- dyrnar opnaðar og þeim lokað aftur“. „Var það?“ „Ég var ekki viss um það, hvort ég hafði heyrt það. Og þó voru þær v?.n- ar að valda miklum hávaða. Einasta skýringin, sem ég gat fundið á þessu, að ég hafði ekkert heyrt, var sú, að maðurinn minn hefði verið kominn fyr- ir nokkrum mínútum, mcðan við vcr- um að spila, og að hann hcfði staðið í gættinni og beðið þangað til að við vorum búin . . .“ „Hafið þér aldrci spurt hann um það?“ „Nei, og mun aldrei gera það. Hvor- ugt okkar minntist nokkurn tíma á þetta. Leopold fór daginn eftir, og skömmu síðar sagði maðurinn minn, að við gætum ekki lengur haldið Castle Cliff. Við seldum það fyrir smámuni og björguðum því, sem við gátum, af eigunum. Það var farið með hljóðfærið niður af hæðinni aftur, en það var að- eins vegna þess, að Amy gat ekki án þess verið, af því að hún var farin að læra. Ég iék aldrei framar á það“. „En hvers vegna þurftuð þér að sleppa því, sem þér elskuðuð svona heitt?“ spurði Allison. „Af því að ég clskaði það of mikið, og líf mitt tók nú aðra stefnu. Ég vissi, að hjónaband mitt og börnin fjögur, sem ég hafði alið, myndu fullnægja mér. Kossinn, sem ég hafði kysst Leopold, var ckki ástarkoss, það var skilnaðar- koss“. „Hvað varð um hann?“ spurði Alli- son blíðlega. „Hann fórst í stríðinu árið eftir. Skjöl hans og þeir pcningar, sem hann átti, var sent til mín — ásamt bréfi, þar sem hann sagði, að honum væri sama um allt, nema mig. Ég notaði peningana til að mennta Amy“. „Hvar áttuð þér þá hcima, áður en þið komuð hingað?" „Ég var f íbúð í New York með börnin. Maðurinn minn var mjög eirð- arlaus og skrökvaði að lokum til um aldur sinn og bauð sig fram sem her- 94 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.