Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 57
lxknir. Ég lét hann fara — mér var Ijóst, að það var betra fyrir okkur að skilja um tíma. ... Gavin, sonur minn, dó í inflúensufaraldri þennan hræðilcga vctur“. Nú fyrst táraðist Elísabct Wyatt. „Hann var svo lítill'1, sagði hún, „og ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að við hcfðum ekki misst hann, ef við hefð- um ekki verið svona fátæk cða ef við hefðum verið áfram í Vermont. Það voru ömurlegir dagar. Maðurinn kom heim, þegar stríðinu auk, og þá fórum við að leita að stað, þar scm við gæt- um setzt að og byrjað nýtt líf og hérna höfum vjð búið — og verið hamingju- söm“. „Og hafið þið í raun og veru verið hamingjusöm?" spurði Allison. Henni fannst það vera mikils virði fyrir sig að vita, hvort það væri satt. „Lít ég ekki út fyrir að vera ham- ingjusöm kona, barnið mitt?“ „Stundum eruð þér áhyggjufullar á • it svip . „Enginn er áhyggjulaus, Allison — smávægilcgar áhyggjur sækja á mann og verða miklar, þegar maður getur ckki sofið um nætur. En ég finn hina djúpu, sönnu hamingju. Hún kemur með árunum og reynslunni og fær nær- ingu sína af stöðugri ást“. „Af stöðugri ást“ ... Allison fann, að hún hafði fengið svar. Og nú horfði hún frckar mcð öfund en meðaumkun á Elísabct. Þær sátu þarna ennþá — í viðkunn- anlegri kyrrð, þegar rödd Fergusar hljómaði að framan: „Er einhver heima? Mamma — Amy!“ „Fergus!“ sagði móðir hans og and- litið ljómaði af gleði. Allison fannst, að hún ætti ekki að trufla samtalið milli móður og sonar, þegar þau hittust svona sjaldan. Hún kinkaði kolli til Fergusar og ætlaði að koma sér út. „Nei, þú mátt ekki fara, Allison", flýtti Fcrgus sér að segja. „Ég þarf að segja mömmu dálítið, sertí mig langar til, að þú heyrir líka“. Hún þóttist vita, hvað hann ætlaði að segja, áður en hann sagði það. Og hún fann sárt til, þó að höggið hefði ekki enn hitt hana. Marcia Lord og hann voru orðin á eitt sátt. Hún fór strax að hugsa um, hvenær þau myndu giftast, hvort Marcia vildi hafa kirkju- brúðkaup og kynna Fergus fyrir öllum vinum sínum —. ekki mann, sem var ríkur eða hátt settur í þjóðfélaginu, en samt var þetta stór sigur fyrir hana — hann var ungur, bráðgáfaður læknir, sem átti eftir að ná miklum frama — og Marcia hafði unnið hann! Það yrði pískrað um það í kirkjunni, hve Fergus væri myndarlcgur — og Marcia myndi ganga hægt inn kirkjugólfið ... Allison leið mjög illa. „Ég vona, að þú verðir mjög ham- ingjusamur, Fergus“, sagði Allison „Hún cr mjög falleg". „Það er satt. Þú hefur hitt hana. Scgðu mömmu, hve glæsilcg hún cr. Ég ætla að koma bráðum mcð hana til þín, mamma“. Allison þorði ekki að horfa í augu frú Wyatt. Hún muldraði afsökun og gat hert sig upp í að segja glaðlcga „góða nótt“, og flýta sér út. Þau verða að tala um Marciu Lord HEIMILISRITIÐ 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.