Heimilisritið - 01.10.1953, Síða 12

Heimilisritið - 01.10.1953, Síða 12
stundu, svo að hún hefði ekki komist með. ... I sömu mund kom hann auga á hana. Hún leit. til hægri og vinstri. Svo fetaði hún stuttum, hröðum skrefum — á broslega hælaháum skóm — beint í áttina til hans. En hún hafði ekki séð hánn ennþá. Hann var í þann veginn að reka upp sitt fræga indíánaöskur — en þá mundi hann, að hann var ekkert barn lengur. Að hann var orðinn uppkominn piltur. Og hann gekk hægum, hátíðlegum skrefum til hennar. Hann hafði næstum ómót- stæðilega löngun til að taka hana í faðm sér — hún var svo óskap- !ega lítil — lyfta henni upp í loftið, kyssa litla, sæta nefið á henni og segja henni, hvað hann væri óumræðilega glaður yfir því, að hún skyldi vera kom- in .. . „Góðan daginn“, sagði hann alvörugefinn og rétti henni hönd- ina. H ann beygði sig og kyssti hana lauslega á kinnina. „Eg vona að ferðin hafi gengið vel“. Hún leit undrandi á hann. Hún hafði búizt við — — en hún skildi, eins og hún var allt- ar vön að skilja. „Þakka þér fyrir, ágætlega, Nikulás“, sagði hún. „Eg þóri að leggja hausinn á mér að veði“, sagði hann, en tók sig á og sagði: „Ég þori að veðja um, að þú hefur komið þér í mjúkinn við einhvern og fengið sæti við glugga .. .“ Hún leit broshýr til hans og sagði: „Satt að segja var rosk- inn herra, sem spurði, hvort ég vildi ekki skipta um sæti við sig“. „Þú blikkaðir hann!“ sagði hann byrstur. „Bara voða lítið, Nikulás", sagði hún. Þá gat hann ekki annað en hlegið, því mikið var þetta líkt henni! EN HANN varð fljótlega al- varlegur aftur, bauð henni arm- inn og sagði: „Ertu mikið svöng?“ „Nei, ekkert mjög“, sagði hún kurteislega. „Eg meina, hvort við ættum að ganga eitthvað okkur til gam- ans, áður en við borðum — hvað finnst þér?“ „Því ræður þú“, sagði hún. Það var alltaf sama sagan með þetta kvenfólk, hugsaði hann, aldrei getur það tekið ákvörðun um neitt. „Já, en hvað fyndist þér?u spurði hann innfjálgur. „Þú verður að ráða því, Niku- lás“, sagði hún án þess að láta sig. 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.