Heimilisritið - 01.10.1953, Qupperneq 19
Nú ert þú þegar fær um að
halda að minnsta kosti tíu, tólf
góðar ræður — ræður, sem eng-
inn annar í heiminum gæti hald-
ið. af því enginn annar hefur
reynt nákvæmlega það sama og
þú. Hver eru þessi umræðuefni ?
Ég veit það ekki. En þú veizt
það. Gakktu því með blað á þér
í fáeinar vikur og skrifaðu niður,
jainóðum og þér kemur í hug, öll
þau umræðuefni, sem þú ert til-
búinn að tala um vegna reynslu
þinnar — efni eins og ,,það, sem
mig hefur mest skort í lífinu",
„Mesta metnaðarmál mitt“, og
,,Hvers vegna mér féll vel (eða
illa) við skólann“. Þú munt verða
hissa á hversu fljótt þessi listi
lengist.
Að tala um eigin reynslu er
skiljanlega fljótasta leiðin til að
öðlast hugrekki og sjálfstraust. En
seinna langar þig að tala um önn-
ur efni. Hvaða efni ? Og hvar
getur þú fundið þau ? Alls staðar.
Eg bað einu sinni hóp af nem-
endum að hripa niður sérhvert
ræðuefni, sem þeim dytti í hug á
einni viku. Einn sá dúfu á göt-
unni. Það gaf honum hugimynd.
Hann eyddi nokkrum kvöldum í
bókasafni, og hélt síðan ræðu um
dúfur, ógleymanlega ræðu.
En verðlaunin hlaut maður,
sem sá veggjalús skríða á flibba
manns eins í strætisvagni. Hann
fór í bókasafnið, aflaði sér merki-
legra upplýsinga um veggjalýs og
hélt ræðu, sem ég man enn eftir
15 ár.
Hvers vegna gengur þú ekki
með slíka vasabók ? Ef þú mætir
ókurteisi, skrifar þú hjá þér ,,Um
ókurteisi.“ Reynið síðan að finna
bezta dæmið um ókurteisi í fram-
komu. Segið okkur frá því, og
komið með uppástungu um, hvað
eigi að gera við því. Þar með hef-
ur þú haldið ræðu.
Reynið ekki að tala um einhver
heimssöguleg efni eins og ,,At-
ómsprengjan'*. Takið heldur eitt-
hvað blátt áfram — það má vera
næstum hvað sem er, svo fremi
hugmyndin grípi þig — í stað
þess að þú grípur hugmyndina.
Þegar þú ert einu sinni byrjaður
að svipast um eftir ræðuefni,
finnur þú það allstaðar — heima,
í skrifstofunni, á götunni.
Hér eru sjö reglur, sem munu
koma að miklu liði við að undir-
búa ræður þínar:
/. Sk.rija8u ekhi rœðurnar.
Af hverju ? Af því að, ef þú
gerir það, notar þú ritmál í stað
látlauss talmáls, og þegar þú
stendur upp, verður þú sennilega
með allan hugann við að rembast
við að muna það, sem þú skrif-
aðir. Það kemur í veg fyrir, að
þú talir eðlilega og fjörlega.
OKTÓBER, 1953
17