Heimilisritið - 01.10.1953, Side 27

Heimilisritið - 01.10.1953, Side 27
kvaddi okkur með handabandi, bætti hún við: „Enginn sér þó víst eins mikið og hann. I huga sínum, á ég við“. Hann sér þig þó ekki, hugsuð- um við. En einungis það að hlusta á hana, hlýtur að vera unaðslegt. „En hvernig getur hún?“ spurðum við í hundraðasta skipti. Þegar hún hafð'i heimsótt okk- ur, fannst mér ekki nema kurt- eisi að fara til hennar og spyrja um líðan sjúklingsins. Hann lá í rúminu og ég sá hann ekki, en hún sýndi mér garðinn. „Við höfum einungis blóm, sem anga“, sagði hún og brosti. „iMaðurinn minn getur látið sig dreyma svo rnargt við blóma- angan“. Og ég fann ilminn af kjól hennar og hári, þegar hún gekk við hliðina á mér. A borði stóð ritvék „Eg hreinskrifa verk manns- ins míns“, sagði Kún. „Eg les upp, það sem hann hefur lesið' mér fyrir, en ég verð oft að skrifa það um mörgum sinnum. Aðeins það, sem er verulega gott, má birtast“. EFTIR þetta litum við á hvora aðra sem góða kunningja og heimsóttum hvora aðra. Þó r------------------------------ Vestjózk sannindi Vestjózkur málsháttur ráðlegg- ur manninum, sem ætlar að biðja dótturinnar, að skoða móðurina. Annar vestjózkur málsháttur segir: Beini vegurinn er stytztur en ekki alltaf beztur. ______________________________J kom hún ætíð einsömul til okk- ar. En við vöndumst smám sam- an að sjá „hrosshausinn“ án þess að hrollur færi um okkur. Eins og hún urð'um við snortnar af sál hans. Og sa’O einn dag í september kom hún másandi til okkar. Við sátum í sólbvrginu, og þegar hún hafði lagt af sér hatt- inn, sagði hún: „Við höfum fengið heimsókn af Wait prófessor, frægum augn- lækni frá Ameríku. Hann er staddur hér á landi nú, og hann álítur, að maðurinn minn geti fengið sjón, verði hann skorinn upp“. Við sögðum: „En livað það er dásamlegt! Það' er næstum eins og ævintýri. Og hve hamingjusamur hann hlýtur að verða, er hann fær að sjá yður, sem eruð svo fögur“. Hún varð heit í augum og rjóð í kinnum, en hún hristi höfuðið og sagði rólega: „Blindur, sem fær sýn, getur OKTÓBER, 1953 25

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.