Heimilisritið - 01.10.1953, Page 33

Heimilisritið - 01.10.1953, Page 33
Haraldur og horfði dreymandi augum upp í loftið. „Það getur verið ágætt að „njóta lífsins“, en ...“ „Þú ert orðinn þreyttur á þessu, er það ekki?“ tók Díana fram í fyrir honum, en þótt und- arlegt kunni að virðast, var ekki sá ásökunarhreimur í röddinni, sém ástæða væri til að finna hjá konu, sem á orðið útslitinn mann. „Þú líka?“ spurði Haraldur með vonbjart bros á vörum. Díana kinkaði kolli. „Veiztu það“, sagði hún hægt, „eg held að það væri ekki nærri svona þreytandi að eiga börn . .“ „Heldurðu ekki?“ sagði Har- aldur glaður í bragði. „Og allt þetta, sem við köllum skemmt- anir, það er í rauninni svo inni- haldslaust ...“ Þau tókust ósjálfrátt í hend- ur og litu vonglöð hvort í ann- ars augu. Það var eins og sama ákvörð- unin hefði gripið þau bæði í senn: þau spruttu fram úr rúm- inu og stóðu eftir andartak fyrir framan dvrnar á herbergi Elm- ers írænda. Þau börðu að dyr- um, fyrst varlega, svo fastara og fastara. „Heldurðu að hann sofi enn- þá? Hann getur varla verið dauður“, sagði Díana. Haraldur ýtti rösklega á dyrn- ar . .. hurðin var ólæst. En her- bergið var mannlaust. A borð- inu lá bréf. Þau lásu það bæði: Kæru börn! Þakka ykkur fyrir dásam- legan tíma, sem við höfum notið saman. I nótt mundi ég allt í einu eftir, að ágæt hjón í Kaliforníu bíða mín. Fékk ekki af mér að vekja ykkur og skapa beiska skilnaðar- stund, svo ég fór snemma í morgun, áður en þið fóruð á fætur. ]\feð beztu kveðjum Elmer frændi. Díana. og Haraldur litu stein- hissa livort á annað, en svo ráku þau bæði upp feginshlátur. „Ég hafði ekki búizt við að þetta yrði svona auðvelt!“ sagði Díana loksins móð af hlátri. „Þetta hefur verið erfiður tími; en við höfum þó að minnsta kosti haft það upp úr honum, að við höfum lært, hvernig ekki á að njóta lífsins . . . það' hefur frændi þinn þó kennt okkur“. Haraldur hætti skyndilega að hlæja og starði furðu losinn á konu sína. „Frændi minn!“ stamaði hann. „Nú — ég hélt að hann hefði verið frændi þinn!“ OKTÓBER, 1953 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.