Heimilisritið - 01.10.1953, Page 38

Heimilisritið - 01.10.1953, Page 38
„og hann' er vís til að staðhæfa, að ég sé vansköpuð . ..“ ■ „Hvaða vitleysa, það gerir hann áreiðanlega ekki, nei, nei“. Frú Stevens klappaði móðurlega á vanga hennar, en gat samt ekki lengur á sér setið og sagði: „Mér heyrðist maðurinn yðar \era að tala um að fara til lög- fræðings“. Hún vissi, að rétt var að hamra járnið meðan það var heitt. „Já, hann ætlaði að spyrjast fvrir um, hvort okkar fengi barnið, ef um skilnað yrði að ræða . . . en hann fær það aldrei, aldrei, ]jó ég þyrfti — ég veit ekki hvað“. Hún sló þóttalega til höfðinu. ,,En bíði hann bara við . . . næst, þegar í hart fer, þá verður það éc/, sem fer til lög- fYæðings — og ekki aðeins íil að fá upp]ýsingar!“ Hún stóð upp, þurrkaði síð- ustu tárin burt og þakkaði fyrir kaffið. „Þér talið vonandi ekkert um þetta við manninn minn?“ sagði hún að lokum. Frú Stevens fullvissaði hana um það hálfmóðguð á svipinn. Reyndar var hún hálfvegis móðguð yfir því, að hann skyldi ekki hafa átt annað erindi ti 1 lögfræðingsins! I m kvöldið' sat frú Stevens alein í dagstofu sinni langt fram í myrkur og dauðleiddist. Það var að vísu ýmislegt skemmti- legt í kvöldskrá útvarpsins, 'en hún þorði ekki að hlusta á það, því þá kynni hún að fara á mis við sögulega atburði, sem ger- ast kynnu uppi. Það varð samt allt viðburðasnautt þetta kvöld og fram í vikulokin. Fvrst að kvöldi sunnudagsins Iieyrði hún hljóð uppi, sem vakti athygli liennar. Sonur hennar og tengdadóttir voru nýfarin, og meðan hún var að taka til, heyrði hún eitthvert skröngl uppi yfir sér. Hvað var þetta? En auðvitað vissi luin þáð óðara: Það var sængurfata- kassinn undir svefnsófanum í stofunni. Jæja, það var svona! Þau voru ]\á ósátt! Þau gátu ekki lengur gert sér að góðu að sofa í sama rúmi! . . . Og þar að auki voru þau liætt að geta gert hreint fvrir sínum dyrum og skamm- ast! Þau voru bavasta orðin læðupúkalegir og hávaðalausir fýlupokar! Það fauk reglulega í frá Stev- ens yfir slíkri skinhelgi — hún gat ekki þolað. tolk, sem var svona þegjandalegt og kyrrlátt. Morguninn eftir! Frú Stevens mun alltaf muna eftir morgnin- um þeim, eins og það hefði gerzt í gær. Hún var naumast 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.