Heimilisritið - 01.10.1953, Side 41

Heimilisritið - 01.10.1953, Side 41
Illir andar, lyf og læknar ------------------------------------- Framhald hinnar merku og fróðlegu bókar dr. med. HoWards W. Hagg- ards um þróun lœknauísindanna. Önnur og ennþá fjarstæðu- kenndari ástæða var gefin fyrir þessum dánartölumismun. ,,Það var látið í veðri vaka, að ástæð- an til hinnar háu dánartölu væri sú, að sjúklingarnir væru ógift- ar konur úr aumustu stéttum þjóðfélagsins, aldar upp við skort og eymd samfara stöðugum áhyggjum og vonleysi. Ef þetta hefði verið ástæðan, hefði dán- artalan í Annarri deild átt að vera jafnhá, þar sem báðar deildir önnuðust samskonar sjúklinga. Hin hærri dánartala Fyrstu deild- ar var skýrð með því, að blygð- un þessara vesalings kvenna væri ofboðið með því að láta þær fæða í viðurvist karlmanna. Vissulega þjáðust flestir sjúklingar Fyrstu deildar af hræðslu, en þær voru ekki margar, sem þjáðust vegna særðrar blygðunarsemi. Vissu- lega ber það vott því hugsunar- leysi, sem var ríkjandi í öllum umræðum um orsök barnsfara- sóttarinnar, þegar því fólki, sem í öðru orðinu er kallað úrkast þjóðfélagsins, er í hinu borin á brýn einhver yfirmáta blygðunar- semi, sem efri stéttir þjóðfélags- ins geta ekki einu sinni hrósað sér af. Meðal efri stéttanna er það tíðkað, að læknar annist fæðing- arhjálp, en sjúklingar þeirra deyja ekki af barnsfarasótt, sem stafi af særðri blygðun, í sama mæli eins og gefið er í skyn um sjúklinga fæðingarstofnananna, en þeim er þó oft lýst í rökræð- um um þessi mál sem hinum ó- vönduðustu og umhirðulausustu þegnum þjóðfélagsins." Semmelweis fikrar sig áfram og útilokar óheppilega loftræstingu, óhreinan þvott og rangt mataræði sem orsakir sóttarinnar, þar sem þessu er eins háttað í báðum deildutm. En jafnframt því, sem hann vísar þessum möguleikum frá, veit hann, að hin raunveru- lega ástæða lá hulin innan veggja sjúkrahússins. Sú staðreynd var sönnuð með því, að konur, sem OKTÓBER, 1953 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.