Heimilisritið - 01.10.1953, Side 42

Heimilisritið - 01.10.1953, Side 42
tóku jóðsótt á götunni á leið til sjúkrahússins, fengu ekki barns- farasótt í sjúkrahúsinu, jafnvel þótt þær væru lagðar inn á Fyrstu deild. Hinn þrotlausi dugnaður, seTn Sernmelweis sýndi í starfi sínu í sjúkrahúsinu, samúð hans með þjáðum konum, og hin stöðuga gagnrýni hans á gömlum og hefð- bundnum skoðunum varðandi or- sök barnsfarasóttar, hefur senni- lega borizt forstjóranum Klein til eyrna ýkt og afflutt. Semmelweis var vikið frá sem aðstoðarlækni á Fyrstu deild og gerður að varaað- stoðarlækni. Oðrum lækni voru falin hans störf. Eftir hálfs árs þreytandi aðgerðarleysi fékk Semmelweis aftur sína fyrri stöðu. Um sama leyti bar lát dr. Koll- etschka að á spítalanum undir kringumstæðum, sem höfðu mikil áhrif á Semmelweis. Eitt sinn, er Kolletschka vann að líkskurði, sýktist hann og dó. Öll einkenni sjúkdómsins voru hin sömu og fylgja barnsfarasótt. Um þennan atburð segir Semmelweis : ,,1 hug- aræsingu minni út af þessum at- burði laust því niður í hugskot mitt með óbifanlegri vissu, að banamein Kolletschka væri hið sama og hinna mörg hundruð sængurkvenna, sem ég hafði horft á gefa upp öndina. Dag og nótt var ég hugsandi um veikindi Kolletschka, og æ óbifanlegri varð sú sannfæring mín, að sjúkdómur þessi væri sá hinn sami og drepið hafði svo margar sængurkonur.** Sernmelweis var nú rétt kom- inn að hinni miklu uppgötvun sinni, að barnsfarasótt væri sár- smitun, blóðeitrun, sem konurnar fengju af hinum óhreinu höndum lækna og læknanema, seni skoð- uðu þær og færu höndum um þær við fæðinguna. ,,í Kolletschka-tilfellinu var or- sök sjúkdómsins rotnandi efni, sem komizt hafði inn í blóðrás- ina. Ég spurði því sjálfan mig: Hefur þá einnig koimizt rotnandi efni inn í blóðrás þeirra sjúklinga, sem ég hafði séð deyja úr sams konar sjúkdómi i> Þessari spurn- ingu hlaut ég að svara játandi!“ Allir þeir læknar og lækna- nemar, sem höfðu aðgang að Fyrstu deild sjúkrahússins, höfðu oftlega tækifæri til að þukla og rannsaka lík þeirra, sem dóu í sjúkrahúsinu. Þar sem venjan var sú að láta nægja að þvo hendurn- ar úr vatni og sápu, hreinsuðust hendurnar aldrei til fullnustu, og lyktin af þeim bar þess líka glöggt vitni. Við skoðun sjúklinganna á deildunum höfðu allir stúdent- arnir rétt til þess að gera innvort- is skoðun í æfingarskyni, og smit- un barst í fleiðrin, sem fæðingin 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.