Heimilisritið - 01.10.1953, Page 43

Heimilisritið - 01.10.1953, Page 43
lét eftir sig. Afleiðingin var barns- farasótt. Þegar svo ein kona hafði smitazt, bárust sýklarnir á ó- þvegnum höndum þess, sem hafði skoðað hana, til næstu konu, sem hann fór höndum um og rann- sakaði. Eftir að hafa gert þessa upp- götvun, fyrirskipaði Semmelweis þegar í stað, að læknanemarnir skyldu þvo hendur sínar í klór- upplausn áður en þeir fram- kvæmdu skoðun. Um það leyti voru á hans deild 120 dauðsföll við hverjar 1000 fæðingai: Á næstu 7 cnánuðum féll dánartal- an niður í 12 af 1000, og varð þannig lægri en á Annarri deild í fyrsta skipti í sögu sjúkrahúss- ins. Þegar hér var komið sögu, tók að vaxa andúð sú, sem Semmel- weis hafði vakið með áhuga sín- um og elju, og verða honum fjöt- ur um fót. Þreyttur á rangsleitni og naglaskap yfirmanna sinna, yfirgaf hann Vínarborg skyndi- lega og sneri aftur til Budapest. Þar skrifaði hann bók sína og lýsti þeim uppgötvunum, sem hann hafði gert, og varð yfirmað- ur litlu fæðingarstofnunarinnar í þeirri borg. En þar átti hann einnig ranglæti og fjandskap að mæta. Hann sneri bara einu sinni aftur til Vínarborgar. Árið 1865 tóku vinir hans og eiginkona að --------------------------------■'v Skrýtlur Eiginkonan (við nianninn sinn, sem er að koma heim í mat): „Elskan min, við neyðumst til að fara út að borða í dag, því ég fann hvergi dósahnífinn.“ Tóta litla sér af tilviljun frænku sína halda á gervitönnunum sín- um og vera að bursta þær. „Geturðu tekið þig svona í sundur?“ spurði hún furðu lost- in. Ari: — Hvenær hugsar systir þín eiginlega um að fara að gifta sig? Bjarni: — Alltaf. L________________________________j óttast um andlega heilbrigði hans og var þá farið með hann til Vín- arborgar til þess að láta sérfræð- ing í taugasjúkdómum rannsaka hann. Þessi skoðun leiddi í ljós fingurmein, sem hann hafði senni- lega fengið við einhvern af síð- ustu uppskurðum sínum. Hann hafði fengið sjúkdóminn, blóð- eitrunina, sem hann fyrstur manna þekkti að var hið sama og barnsfarasótt. Hann dó 13. á- gúst 1865 úr þeirri eitrun, sem hann hafði fórnað ævistarfi til að útrýma úr fæðingarstofnunum. Þannig hófst nýr kafli í barátt- unni við fæðingardauðann, og hreinlætinu var brotin leið inn í íæðingarstofnanirnar, þótt Semm- elweis sjálfum auðnaðist ekki að OKTÓBER, 1953 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.