Heimilisritið - 01.10.1953, Page 45
unnin bugur á þessum erfiðleik-
um, og sá tími mun áreiðanlega
koma, að litið verður á ástæður
og afstöðu nútímans til fæSingar-
deyfinga, sömu augum og við lít-
um á hinar frumstæðu skurð-
lækningaaðferðir áður en deyf-
ingar komu til sögunnár.
Sú uppgötvun að deyfa á und-
an skurðaSgerðum, var fyrst
reynd meS ether árið 1846. Hún
fólst ekki fyrst og fremst í notkun
nýrra lyfja, heldur í nýrri notk-
unaraðferð deyfilyfja. Sjúkling-
urinn andar lyfinu að sér í loft-
kenndu ástandi, og í því hafa þau
sérstöðu. Ekki er hægt aS hafa
nein áhrif á verkun lyfs, sem þeg-
ar er komið inn í líkamann. Verk-
un þess dvínar einungis um leið
og það síast smám saman úr lík-
amanum á mörgum klukkustund-
um, eSa jafnvel dögum. OSru
máli gegnir með lofttegundir,
sem notaðar eru til deyfinga.
Þær hafa ekki full áhrif nema
meðan innöndun fer fram. Þeg-
ar hún hættir, missa þær fljótlega
áhrifamátt sinn við útöndunina
og er þannig hægt að hafa ná-
kvæma stjórn á verkun þeirra.
Hin deyfandi áhrif eiturefnanna,
svo sem ópíums, hamps og man-
draka, hafa þekkzt frá fornu fari,
eins og síðar verður nánar getiS,
en þessi lyf verða ekki notuð meS
góðum árangri sem deyfilyf. Þau
deyfa sársauka, en þau hafa einn-
ig lamandi áhrif á starfsemi hjart-
ans og öndunarfæranna, og geta
verið banvæn, ef þau eru tekin
í of stórum skömmtum. Þá er það
einnig að athuga, að sársauki hef-
ur að nokkru leyti gagnverkandi
áhrif á eiturlyf, þannig, aS ef
þau eru gefin í nægilega stórum
skömmtum til aS eyða sársauka
við skurSaðgerð, geta þau valdið
eitrun, þegar aðgerðinni er lokið
og sársaukans gætir ekki lengur.,
Fyrr á tímum voru slík lyf stund-
um notuð við uppskurði, en þeg-
ar þau voru gefin í skömmtum,
sem ekki voru stærri en óhætt
mætti teljast, þá gerðu þau varla
betur en draga úr sárustu kvöl-
inni. Eiturlyf veittu ekki reglu-
lega deyfingu, og fyrr á tímum
voru þau notuð eins og nú — til
þess að draga úr þjáningum
vegna sára eða kvalafullra sjúk-
dóma, og veita sjúklingnum þann-
ig nokkra hvíld.
Þessi kvaladeyfing með svefn-
lyfjum, var jafnvel þekkt meðal
frumstæðra þjóða, sem og á elztu
menningartímum. Helena hellti
,,nepenthe“ í bikar Ödysseifs,
og í Talmud Gyðinga er minnzt
á eiturlyf, kallað „samme de
shita“. Þá má nefna ,,bhang“ í
Þúsund og einni nótt, og ,,syfju-
sýrópið" á dögum Shakespeares.
Öpíum og indverskur hampur,
OKTÓBER, 1953
43