Heimilisritið - 01.10.1953, Síða 53

Heimilisritið - 01.10.1953, Síða 53
 RÓIÐ Á GRUNNMIÐ Smásaga eftir Jón Bjarman XIí)R I í dokkinni átti hann smá bát. Þetta var ekki annað en áraskekkta með leku vaska- fati, en bát má þó kalla það. Ararnár voru vandlega festar við þófturnar með nokkrum keðju- hlekkjum og hengilás, en ræðin falin undir fatinu aftur í skut. Yfir veturinn var kænan oftast uppi, en þegar fór að vora, birt- ist hún aftur í dokkinni, gras- græn að ofan, en tjörguð undir vatni, með öllu sínu ryðgaða keðjudrasli og götóttu vaskafat- inu. I dagrenning kom hann vana- lega kjagandi eftir bakkanum í hárauðum ofanálímingum eftir nýju tízkunni, þykkri peysu og með skyggnislausan sixpensara. Hann hélt á færinu og sjóvett- lingunum í annarri hendinni, en með hinni klóraði hann sér á lærinu eða upp undir þjóhnöpp- unum. Hann lagði færisspottann á pollann og dró skelina að með einni hendi. Síðan klifraði garm- urinn stynjandi og gefandi frá sér allskyns búkliljóð niður í bátinn, i'leygdi færinu og vett- lingunum frammí, leysti árarnar, kom ræðunum fyrir, sleppti og ýtti frá. Aralag hans var með löngum tökum og hnykk. Hann var gamall mað'ur. Andlitið og hendurnar voru rauðbláar eins og hrá kjötkássa, enda sögðu nábúar hans að blóð- rásin í honum væri kolvitlaus. Augun voru lítil, blóðhlaupin og hvarmavot, en í þeim var blær ábyrgðar, blandinn blæ lífs- nautnar, þeim sem svo sjaldgæf- ur er hjá unglingum, en skín úr hverri barnsbrá. Skegglaus var hann og tannlaus. Axlirnar voru slappar og signar undir peys- unni, þó var einhver reisnarvott- ur í bognu bakinu. Hann reri þegjandi og lét gisnar og lang- hærðar augabrúnirnar síga og rísa á víxl. Stefnan var út og vfir fjörðinni, á Gilsbakkagrunn. Þangað var þessi maður vanur að róa, síðan hann þótti ekki lengur hlutgengur. Er hann átti ófarna 300—400 faðma að' landi hinum megin fjarðarins, setti hann út stjóra, tók færið þukl- andi uin sigurnagla og kneifar, gætti þess, að línan væri greið OKTÓBER, 1953 51

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.