Heimilisritið - 01.10.1953, Page 65

Heimilisritið - 01.10.1953, Page 65
fór, leit hún í spegilinn og skoð- aði andlit sitt. Mikið var hún föl! Osköp var hún döpur til augn- anna ! Hún greip varalitinn sinn og bar svolítinn roða á kinnarn- ar. Já, þetta var betra. Hún •mátti um fram allt ekki vera föl og tekin í kvöld. Hún renndi greiðunni í gegnum hárið og lag- færði hárlokkana, sem mynduðu einskonar geislabaug yfir andlit hennar. Þegar Pétur sá hana koma nið- ur sveigmyndaðan eikarstigann, gekk hann upp tvær, þrjár tröpp- ur á móti henni. Hann tók um báðar hendur hennar. ,,0, Klara, þú ert guðdómleg. Eins og prinsessa í ævintýri, eða eins og ég hef alltaf hugsað mér hana.“ Hún brosti. ,,Þetta er fallega sagt, Pétur.“ Hún vonaði, að hann tæki ekki eftir því, hvað hendur hennar voru kaldar og að hún hafði litað kinnar sínar. ,,Hvar er kápan þín?“ spurði hann. Hún hló lágt. ,,Ó, Pétur, það er alltof heitt til að vera í kápu.“ ,,Vitleysa,“ sagði hann. ,,£g má ekki láta þig kvefast. Vor- kvöldin eru oft varasöm. Þér get- ur orðið kalt.“ Hún andvarpaði brosandi. ,,Skelfing hlyti að vera hrylli- legt að vera gift lækni. Þeir hugsa ekki um annað en kvef og veikindi.“ Og allt í einu roðnaði hún. ,,Myndirðu ekki vilja giftast lækni ?“ Hún þvingaði sig til að hlæja. ,,Ur einu í annað eins. Þú manst, að pabbi er læknir, Pét- ur.“ Sem betur fór komu hin tvö í þessum svifum út úr setustof- unni. ,,Jæja, þá eru allir tilbúnir," sagði Sir Oswald. „Bíllinn hef- ur beðið við dyrnar í tíu mínút- ur.“ Það var fullt tungl þetta kvöld. Er þau óku inn á afleggjarann heim að Oakfield Park, var eins og húsið stæði í silfurvatni. Það var næstum ótrúlega fagurt, og andartak fannst Klöru hjartað hætta að slá í brjósti sér. Rétt- mætt heimili Kára, heimilið, sem hana hafði dreymt um að eiga með honum. ,,Dásamlegur staður, er það ekki ?“ hvíslaði hún. Pétur, sem hélt ennþá í aðra hönd hennar undir bílteppinu, sagði hlæjandi: ,,Einu sinni var ég hræddur um að systir mín yrði húsmóðir hér, en sem betur fór freistaði Ralph bóndi hennar ekki!“ (Framhald) OKTÓBER, 1953 63

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.