Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 5

Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 5
varð ekki um sel að horfa á þetta — en ég þorði ekki að kalla, því þannig má aldrei vekja fólk, sem gengur í svefni, það getur riðið því að fullu. Og undir þess- um kringumstæðum var slíkt óverjandi, þar sem konan stóð fremst fram á klettasnösinni og mátti ekki skrika fótur svo hún hrapaði ekki fram af. Ég taldi réttast að nálgast hana gætilega og ná taki á henni, ef hún ekki snéri sjálfkrafa frá gljúfrunum. Ég læddist af stað eins og kött- ur og gekk mjög greiðlega, en í tíu til tuttugu skrefa fjarlægð frá konunni hnaut ég um þúfu. Þegar ég leit upp aftur var hún horfin. . . . Kaldur hrollur fór um mig. Hún hlaut að hafa fallið fram af klettinum. Undarlegt, að hún skyldi ekki hafa gefið neitt hljóð frá sér. Ég stóð grafkyrr góða stund og hélt niðri í mér and- anum. Það ríkti dauðaþögn, nema hvað niðurinn í ánni barst upp til mín með þungum tor- kennilegum hljómbrigðum. Ég fann hjarta mitt lemjast um und- ir skyrtunni og svitadroparnir hnöppuðust saman á enni mér. Allt í einu fannst mér einhver nálgast mig aftan frá og snar- séri mér við — en þar var eng- inn. Ég tók þá til fótanna og hljóp heim að húsinu. Það var þögult og skuggalegt að sjá í rökkrinu. Þegar ég þreif í hurð- arhúninn fann ég að dyrnar voru harðlæstar. Ég leit inn um gluggana, en þar var ekkert að sjá nema auð herbergi með mygluskellum á veggjum, sem líktust flöktandi vofum i alls- konar stellingum. Húsið var auð- sjáanlega algjörlega mannlaust — en hvaðan hafði konan þá komið? Hún hafði staðið hér fyr- ir utan dyrnar! Umsvifalaust fór ég að skyggnast eftir sporum í grasinu, en þar var ekkert, sem benti á mannaferðir nema mín eigin f ótspor. — Mig hlaut að haf a dreymt! Ég hafði dottið útaf eft- ir máltíðina og fengið martröð! Sannfærður um að svo væri reis ég upp — og hvað sé ég? Hún var komin aftur — á sama klett- inn — og í sömu stellingum með andlitið mót himni og stífa hand- leggi út frá síðunum. Það var líkt og klakaþráður hlypi eftir mænugöngum mínum endilöng- um . . . þetta var draugur! Næst man ég eftir mér þar sem ég stóð framan við dyr bóndans, sem átti land að ánni. Hann var ekki háttaður, var að koma úr kaupstað og hafði feng- ið sér 1 staupinu. Hann tók mér öpnum örmum, setti mig á bezta stólinn í eldhúsinu og gaf mér sjóðheitt kaffi og brennivín. NÓVEMBER, 1955 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.