Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 6

Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 6
Ég sagði honum hispurslaust hvað við hafði borið og þar með, að ég væri ekki myrkfælinn maður, en nú hefði ég orðið verulega hræddur. Bóndinn hlustaði alvarlegur í bragði á frásögn mína og sagði síðan: — O — það er nú svo sem ekkert að óttast. Ekkert mein mun hún hafa ætlað að gera þér, en eitthvað mun hún hafa viljað þér, því þetta hefir ekki komið fyrir áður. — Er ekki nema sanngjarnt að þú fáir að heyra söguna: FYRIR TVEIM árum fékk ungur Reykvíkingur að byggja sumarhús hér upp með ánni, með þeim skilyrðum, að hann tæki ána á leigu til nokkurra ára fyrir visst gjald, en mátti svo ráðstafa veiðiréttinum á eigin spýtur samkvæmt veiðilögunum. Þetta var mjög geðþekkur ung- ur maður, hafði lokið prófi í hagvísindum og var í vellaun- aðri stöðu hjá því opinbera. Þeg- ar þetta gerðist var hann nýgift- ur einhverri fallegustu konu, sem ég hefi augum litið, og eftir því var framkoma hennar og fas til fyrirmyndar í hvívetna. Þau komu í húsið síðla sumars fyrir tveim árum. Konan kom hingað niðureftir á hverjum morgni að sækja mjólk, en maðurinn hennar fór í ána að veiða. Við ræddumst oft við, ég og unga konan, þeg^ ar hún kom eftir mjólkinni. Og eitt sinn, þegar tal okkar snérist um drauma, sagði hún mér, að hún sem smátelpa hefði oft gengið í svefni. — En kemur það aldrei fyrir nú orðið? spurði ég. — Nei, svaraði hún hikandi. Ekki svo ég viti. En síðan ég varð fullorðin hefi ég alltaf bú- ið ein í herbergi — og það get- ur svo sem vel verið að ég hafi ráfað eitthvað um það að nótt- unni! Hún hló glaðlega við síð- ustu orðin. En ég hló ekki. Þetta var ekkert grín. Ég hafði þekkt fólk, sem gekk í svefni og lá við stór- slysi einu sinni. — Hefurðu sagf manninum þínum frá þessu? spurði ég. — Nei, svaraði hún undrandi. Hví ætti ég að vera að því? — Jú, gerðu það, svaraði ég. Ef þú skyldir einhvern tíma ganga í svefni gæti honum orð- ið mjög bilt við að sjá þig. ef hann vissi ekki að þú ættir vanda til þess. Hún íhugaði svar mitt og féllst að lokum á, að segja manni sín- um frá þessu og biðja hann að vekja sig gætilega ef hann yrði 4 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.