Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 10

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 10
H ér er annar kafli úr bókinni ,,UNDUR LlFSINS“, skrifaður af E. N. F allazie. III. hluti Þjóðflokkar mannkynsins Mongólsk blöndun Það er sannað, að þetta eldra- steinaldarfólk ruddist inn í Or- doseyðimörk í Mið-Kína og til héraðanna umhverfis Peking í Norður-Kína. Það var líka ein bylgja þessa fólks, sem fyrst komst til Ameríku, þó ef til vill ekki fyrr en á nýju steinöld. Á meðan hafði átt sér stað mon- gólsk blöndun, eins og sést á greinilega mongólskum blæ í andlitsdráttum þeirra amerísku Indíána, sem taldir eru komnir af síðari þjóðflutningabylgju til meginlandsins. Til vesturs er hægt að greina mongólsk áhrif alla leið til Lapplands. Finnar sýna aftur á móti frábrugðinn þátt þjóðflutninga frá Asíu, kominn til Finnlands úr suðri og merki finnast um meðal íbúanna á víð og dreif alla leið til Ung- verjalands að meðtöldum hluta af íbúum þess. í suðurhluta Asíu, hefur mongólsk blöndun látið eftir sig merki meðfram öllum norðurlandamærum Ind- lands, í Birma og í Austur-Ind- landi. í Suðaustur-Asíu eru áhrif hennar einkum ljós og þaðan dreifðust þau út um Kyrrahafið. Sunnan fjallgarðanna miklu rakst stutthöfðakynið á fólk, sem var að langmestu leyti af brúna Miðjarðarhafskyninu. Til að gera grein fyrir staðbundnum afbrigðum þessa kyns, og þá gerð, sem til varð með útbreiðslu þess til Kyrrahafsins, má í stór- um dráttum byggja upp kyn- flokkasögu Suður-Asíu á eftir- farandi hátt. Fyrstu þjóðflutningamir Það er ástæða til að halda að 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.