Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 17

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 17
snöggvast inn til þess að ná sér í vindlinga, hringdi síminn. Á því augnabliki, sem hann lyfti heyrnartólinu, var Sylvía svo gjörsamlega liðin honum úr minni, að hann gægðist ósjálf- rátt út um gluggann eftir föður sínum til að kalla á hann í sím- ann. En svo heyrði hann rödd Sylvíu, fjarlæga, veika, blíða og fulla af sárbiðjandi auðmýkt, sem hann þekkti svo vel. Fyrsta hugsun hans var að breyta röddinni, og segja: „Vit- laust númer“, jafnvel þó hann ' vissi, að þá myndi hún aðeins hringja aftur. En þá var ham- ingjan honum hliðholl. Skyndi- lega heyrðist smá smellur, sam- bandið rofnaði og símastúlkan greip inn í og sagði: „Augnablik, ég ætla að reyna að ná sambandinu aftur.“ Hann beið leiður í skapi. Hann hafði slitið vináttunni við Sylvíu -----ekki aðeins í orði, heldur einnig í hjarta sínu, og nú átti að leika sama leikinn upp aftur. Sylvía myndi vera bljúg, blíð og sundurkramin og sárbiðja hann að koma til sín aftur. Hún væri búin að gleyma öllum reiðiyrð- unum, sem hann hafði sagt, þá yrði hann einnig að vera svo göfuglyndur að gleyma hennar orðum. Á svipstundu gerði hann sér ljóst, að undir grímu blíðlyndis og fagurra orða, var hún hörð sem stál. Sennilega hafði hún notið allra rifrilda þeirra, aðeins vegna þess að það gaf henni tækifæri til þess að sýna vald sitt. í hvert skipti hafði hún fengið hann til sín aftur. Hún var sjálfsagt stolt af því. Hann leit á heyrnartólið með viðbjóði. Hvað átti hann að gera til þess að losna við hana — fyr- ir fullt og allt? „Halló, halló,“ hljómaði reiði- lega í eyra hans. „Ég var að segja, að sambandið hafi verið rofið fyrir mér . . . ég verð að fá samband . . . það er lífsnauð- syn!“ Hún er óð, hugsaði Derek skelkaður, en um leið kom hann auga á föður sinn niðri 1 garðin- um, og þá fékk hann ágætis hug- mynd. Nú gæti hann að minnsta kosti tafið fyrir henni, að hann fengi tíma til að hugsa um, hvað hann ætti að segja. Hann ræskti sig og sagði með fremur góðri eftirlíkingu af rödd föður síns. „Þetta er Hurst ofursti.“ „Gæti ég fengið að tala við Derek Hurst,“ var sagt með kurrandi röddu, og það var erf- itt að trúa því, að þetta væri sama röddin, sem stuttu áður hafði hljómað svo reið og óþol- inmóð. NÓVEMBER, 1955 15

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.