Heimilisritið - 01.11.1955, Page 25

Heimilisritið - 01.11.1955, Page 25
En hvað um flugmennina, W. T. Day siglingafræðing og D. R. Stewart flugmann? Spor þeirra lágu hlið við hlið um það bil fjörutíu metra frá vélinni. Þar enduðu sporin skyndilega. Það voru engin önnur spor í nánd og engin merki um bardaga. Leitarmenn leituðu mjög ná- kvæmlega á hundrað fermílna svæði allt í kring. Engin spor fundust. Enn í dag hefur brezki herinn ekki hugmynd um, hvers vgena Day og Stewart lentu, né hvað kom fyrir þá. Arabar hafa lifað 1 friðsamlegri sambúð við Eng- lendinga í mörg ár síðan, en samt hefur ekki heyrzt orð um örlög flugmannanna. * Ein lítil saga fyrir eiginmenn JÓNAS, sem verið hafði kvxntur all- mörg ár, 'leitaði ráða hjá vini sínum, sem var piparsveinn. „Ég sé ekki betur,“ sagði hann, „en að heimilislífið sé alveg að fara í hund og kött. Konan mín virðist dauðleið. Það virðist ekki snefill eftir af róman- tík eins og hún var fyrst í stað. Eg vildi ég vissi, hvað er að.“ „Ædi ég fari ekki nærri um það,“ sagði vinurinn. „Sýnir þú konu þinni ennþá sömu huglsemi og þegar þú varst að krækja í hana?“ „Ja,“ viðurkenndi Jónas, „ekki get ég nú sagt það.“ „Datt mér í hug,“ sagði hinn vísi ráðgjafi. „Gallinn er sá, að þú ert eins og annar kvæntur maður sem sagði und- ir svipuðum kringumstæðum, að þegar maður hlypi til að ná í strætisvagn, þyrfti maður ekki að hlaupa eftir að maður væn búinn að ná honum. Jæja, nú skal ég gefa þér ráð. Byrjaðu nýtt líf, strax í dag. Byrjaðu á því að sýna konunni þinni ofurlitla hugulsemi. Gerðu þér dælt við hana, eins og þegar þið voruð trúlofuð. Reyndu að vera unn- usti hennar, en ckki aðcins eiginmaður.” „Svei mér, ef þetta er ekki rétt hjá þér,“ sagði Jónas. „Þetta skal ég ein- mitt gcra.“ Um kvöldið kom hann askvaðandi heim með fullt fangið af bögglum, kyssti bráðundrandi konuna rembings- koss á vangann og hrópaði af miklum fjálgleik: „Elskan, Nú skulum við gera okkur reglulega glatt kvöld! Hérna er tíu punda konfektkassi handa þér og hér er tylft af úrvalsrósum. Nú skaltu smeygja þér í fallegasta kjólinn þinn. Eg er bú- inn að panta borð á Borginni, og á eftir förum við í leikhúsið, ég er búinn að-fá miða á bezta stað. — Hvað — hvað er að?“ bætti hann við, er hann sá, að var- ir hennar titruðu. „Til að byrja með,“ sagði hún, „fór vinnukonan úr vistinni í dag. Klara frænka þín kom óvænt í hcimsókn, og ómögulegt að segja, hve lengi hún dvelur, bæði börnin voru send heim úr skólanum, lasin af slæmu kvefi, og svo —“ hún brast í grát — „og svo til að kóróna allt saman, kemur þú heim fullur og röflandi, — og scnnilega með slæma samvizku í þokkamót!" NÓVEMBER, 1955 23

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.